Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 122
234
FRÁ BORÐI RITSTJÓRANS
EIMREIÐIN
en orkan leyfði. Vissulega á slík starfsemi skilið samúð allra lands-
manna og styrk. Fyrsti sunnudagurinn í október ár hvert á að vera
dagur dáða og fórnfýsi fyrir alla þá, sem vilja heill og hamingju
þjóðarinnar. Sameiginlegt átak lækna, heilsuverndarstöðva og almenn-
ings er á góðum vegi með að útrýma berklaveikinni. Það átak varir
ekki aðeins þenna eina dag, heldur allt árið um kring, unz fullur
sigur er unninn.
* * *
DÝRTÍÐIN eykst, verðhólgan eykst, vísitalan hækkar! í marz 1950
var slegið striki yfir hækkanir liðinna ára, og nú skyldi byrjað nýtt
og betra líf í þjóðarbúskapnum. Aðalvísitalan skyldi vera 100 stig,
og helzt var að skilja á hagfræðingunum, að yfir það mark mætti hún
ekki fara, því þá væri voðinn vís. En hagfræSin er reikul eins og
veðráttan. í júlí sama ár var aðalvísitalan komin upp í 115 og nú í
október er hún komin upp í 150 stig. Þannig hefur hjólið haldið áfram
að snúast. Síðan verzlunin var gefin frjáls að nokkru leyti, hefur
svartamarkaðsbrask eftirstríðsáranna horfið úr sögunni hér á landi.
Enn vantar mikið á, að verzlunin hafi verið gefin frjáls til fulls, enda
eru hin góðu áhrif frjálsrar verzlunar ekki farin að koma í ijós svo
nokkru nemi. Einstaka innfluttar vörur hafa þó lækkað í verði undan-
farna mánuði. Hin aukna dýrtíð stafar þó oft og einatt af hækkun
vöruverðs erlendis. Ýmsar vörur, sem vér verðum að flytja inn, hafa
stöðugt verið að hækka á heimsmarkaðinum undanfarið. Því veldur
fyrst og fremst vígbúnaðurinn og stríðshættan.
Verzlunarjöfnuðurinn var óhagstæður um 165 milljónir króna á
árinu um mánaðamótin september-október. Marshall-aðstoð og önnur
utan að komandi fríðindi eiga að bæta úr þessu, segja þeir, sem af
sumum eru taldir hafa vit á stóru línunum í fjárhagspólitík heimsins.
Aðrir, sem ekki hafa öðlast hina stóru yfirsýn, reikna ennþá með því,
að allar skuldir verði að borga um síðir, líka Marshall-lán og jafnvel
gjafafé. Þeir geta því einhvern veginn ekki sætt sig við, að tekin séu
erlend lán á lán ofan, beðið sé um milljónir dollara, með sama áhyggju-
leysis-yfirbragðinu eins og hér sé aðeins um smámuni að ræða.
Margt er það að sjálfsögðu, sem oss Islendinga vanhagar um, og
ótal margt er enn ógert í landinu, sem nauðsyn er á að komizt í fram-
kvæmd. En ekkert kæmi oss betur en að læra af þeim þjóðum, sem
lengst eru komnar, varúð og að sjá fótum vorum forráð. Róm var
ekki byggð á einum degi. íslenzka lýðveldið verður það ekki heldur.
Það tekur tíma að byggja á rústunum. Vor kynslóð er ekki fær um
það ein. Til þess þarf margra kynslóða fórnfúst starf.
* * *
FERÐAMANNASTRAUMUR hefur verið mikill hingað til lands
á liðnu sumri. Enda mun það vera eitt höfuðverkefni Ferðaskrifstofu