Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 123
eimreiðin
FRÁ BORÐI RITSTJÓRANS
235
ríkisins að auka hann sem mest, til þess að afla erlends gjaldeyris,
sem þjóðin er fátæk af. Með þetta fyrir augum hefur meðal annars
verið efnt til sérstakra ferða til Skotlands undanfarin sumur, og
stendur fyrir þeim Skipaútgerð ríkisins, en Ferðaskrifstofa þess sér
um fyrirgreiðslu hinna erlendu ferðamanna, er hingað koma með
þessum ferðum. En jafnframt hefur hún haft á hendi fyrirgreiðslu
innlendra ferðamanna til útlanda með þessum sömu ferðum. Munu
áhöld um hvor upphæðin sé hærri í erlendum gjaldeyri, sú, sem kemur
inn í landið með erlendum ferðamönnum, eða sú, sem fer út úr því
aftur á sama tíma sem farareyrir innlendra ferðamanna til útlanda.
Það væri fróðlegt að fá birta skýrslu um gjaldeyristekjur af erlendum
ferðamönnum undanfarin ár og í ár og aðra yfir erlendan gjaldeyri
til innlendra ferðamanna, se'm farið hafa til útlanda á sama tíma.
Slíkar skýrslur ættu að leiða í ljós, hvort um nokkra raunverulega
öflun erlends gjaldeyris sé að ræða af ferðamönnum frá útlöndum.
Sjálfsagt eru þessar skýrslur til hjá opinberum aðilum, en ég hef
hvergi rekist á, að þær hafi verið birtar almenningi. Aftur á móti
eru skýrslur um erlendan gjaldeyrishagnað af ferðamönnum árlega
hirtar í nágrannalöndunum, svo sem Noregi, Danmörku og Englandi.
* * *
ANNARS eru ferðalög vor íslendinga á allskonar erlenda fundi,
kongressa og kynningasamkomur að verða mörgum undrunarefni. Og
^nenn spyrja hvort vér rísum undir öllum þessum samböndum víðsvegar
um heim, sem vér látum glepjast til að taka þátt í, og hvaða hagur
sé að þeim fyrir land vort og þjóð. Síðan lýðveldið var stofnað, hefur
helzt litið svo út sem vér vissum ekki vort rjúkandi ráð i þessum
efnum. En í þessu sem öðru hljótum vér að velja og hafna eftir mati
a Því, hvað sé landi og þjóð fyrir beztu. Látum það vera þó að íslend-
mgar bregði sér alla leið til Bermuda á Bridge-mót, þó að ekki geti
slíkt talizt neitt sáluhjálparatriði fyrir þjóðarheildina. En þegar vér
eigum á alþjóðaþingum kannske allt að því eins marga fulltrúa og
niargfalt stærri og fjölmennari ríki, þá fer skörin að færast upp í
hekkinn.
Atburðarásin síðan í síðustu styrjöld hefur leitt til þess, að ísland
tvístígur nú milli tveggja skauta, hins gamla og hins nýja heims,
Evrópu og Ameríku, með þriðja skautið í bakhöndinni, þar sem eru
Norðurlöndin. Þetta dratt við að skipa sér stöðu hefur haft í för með
Ser> að íslenzka ríkið er komið inn í þrefaldan þingahring erlendis,
Þar sem það leitast við, eftir megni og sér um megn, að eiga full-
trúa. í fyrsta lagi er hér um alþjóðasamtök að ræða, svo sem Sam-
emuðu þjóðirnar og alþjóðaþing þeirra samtaka. Island er þar aðili,
svo sem vera ber. í öðru lagi er um ýms Evrópu-samtök að ræða, svo
sem Evrópuþingið í Strassborg og fleiri slík, sem fslendingar hafa
sott. I þriðja lagi eru svo öll Norðurlandaþingin og -mótin, en tala