Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 128
240
LEIKLISTIN
EIMREIÐIN
Allir leikendur í Gullna hliðinu
voru nýir, nema Jack Lynn, sem
lék þjófinn, og hafði leikið sama
hlutverk 1948. Meðleikendur hans
frá 1948 voru flestir í mikilvæg-
um hlutverkum í miðaldasjónleik,
The Three Estates, sem sýndur
hefur verið á hátíðinni áður, en
var nú eins konar kjarni leik-
sýninganna á hátíðinni. Þennan
leik hafði hinn frægi leikstjóri,
Tyrone Guthrie, sviðsett í fyrst-
unni, en nú var Moultrie R.
Kelsall, sem sviðsetti Gullna hliðið
1948, meðleikstjóri hans. Loks skal
þess getið, að skáldið Robert
Kemp, sem endursamdi The Three
Estates, orti forleikinn fyrir
Gullna hliðinu og setur þar skozk-
um áhorfendum fyrir sjónir ís-
lenzkt umhverfi leiksins. Var það
verk prýðilega af hendi leyst og
vinsamlegt í garð lands og þjóðar.
James Sutherland (lék Jón 1948),
Helena Gloag (kona Jóns), og
David Steuart (Lykla-Pétur) voru
öll með hlutverk í The Three
Estates, en Robert Urquhart
(Óvinurinn) var horfinn til Shake-
speares-leikhússins í Stratford. í
þessum mikilvægu hlutverkum
voru nú: John Morton frá Glas-
gow (Jón), Ida Watt (kona Jóns),
Robert Borland (Lykla-Pétur) og
Colin Walker (Óvinurinn). Leik-
stjóri var Gerald Pringle frá Bel-
fast í írlandi. Er það skemmst
að segja, að öll meðferð leikenda
var hin ánægjulegasta, og var
leiknum frábærlega tekið af áhorf-
endum, en öll blöð borgarinnar
luku upp lofsorði um leikritið. Hér
er ekki hægt að segja ítarlega frá
leiknum eins og hann kom fyrir
sjónir, en trúlegt er það, að þessi
sýning hafi greitt verulega fyrir
því, að leikrit Davíðs Stefánsson-
ar verði sýnt víða í hinum ensku-
mælandi heimi, og væru það góð
tíðindi.
Áður en ég læt útrætt um
Gullna hliðið, vil ég skjóta fram
spurningu. Hvers vegna er ekki
hægt að setja saman leikflokk hér
heima með það fyrir augum að
sýna Gullna hliðið í íslendinga-
byggðum vestan hafs? Ef Þjóð-
leikhúsið má ekki vera að því að
sinna þessu menningar- og þjóð-
ræknishlutverki vegna útlendra
gestaboða, þá ætti að efla Leik-
félag Reykjavíkur til að taka for-
ystuna í þessu máli. Bjartsýni og
áræði Lárusar Pálssonar og þeirra
félagsmanna 1947, er leikförin var
farin til Finnlands, vísar leiðina
fram.
I fyrri grein var skilið við mál-
efni leikhúsanna í Reykjavík á
aðlíðandi vori. Ritstjórinn tók þá
af mér ómak, gerði að umtals-
efni Heilaga Jóhönnu og Önnu
Pétursdóttur, og skipti vel birtu
milli frægrar leikkonu og byrj-
anda í þessum aðalhlutverkum.
Annars kom Þjóðleikhúsið með
eftirtektarverðasta viðfangsefni
vetrarins svo að segja á elleftu
stundu leikársins. Það var Sölu-
maður deyr eftir Arthur Miller
með leikstjórn Indriða Waage og
leik hans í aðalhlutverkinu. Það
var hreint ágæti að sitja í leik-
húsinu og horfa á þann leik. I
fyrsta sinn á þessum vetri fór
andvari skapandi listar um sal-
inn og leitað á hugann, enda þótt
maður spornaði á móti skilningi
leikarans og tryði því eiginlega
aldrei, að þessi sölumaður hefði
nokkurn tíma selt svo mikið sem
eldspýtustokk. Það var magn til-