Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 14

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 14
2 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN Á tímabilinu frá því vér fengum stjórnarskrána árið 1874 og til ársins 1918, að sambandslögin gengu í gildi, voru helztu sam- eiginleg mál íslendinga og Dana, auk sameiginlegs konungs, utan- ríkismálin, landhelgisgæzlan, hermál, fæðingarréttur, myntslátta, hæstiréttur og siglingaflaggið. Öll þessi mál fóru Danir með fyrir vora hönd, enda þótt alþingi hefði allmikinn íhlutunarrétt um sum þeirra, eins og ýms lagafyrirmæli frá þessu tímabili sýna. Að því er utanríkismálin snerti, hafði til dæmis ráðherra íslands heimild til að semja upp á eigin spýtur við stjórnir ann- arra ríkja um vitagjald fyrir fiskiskip þau, er þaðan gengu til fiskveiða hingað til lands. Einnig leiddi það af rás viðburðanna í heimsstyrjöldinni 1914—1918, að sjálfir réðu íslendingar við- skiptum bæði við Breta og Bandaríkjamenn, fyrir milligöngu fastra erindreka, sem íslenzka landsstjórnin gerði út. Samþykkis utanríkisráðuneytisins danska var ekki leitað um þessar ráðstaf- anir, enda örðugt um slíkt. Landhelgisgæzlan var einnig að nokkru leyti í höndum íslendinga, en um hermálin er það að segja, að þau voru aldrei sammál nema á pappírnum, því vér höfum aldrei lagt mannafla til dansks hers. Hins vegar hefur það ætíð verið réttur vor og skylda að verja land vort, þótt getan hafi verið lítil, eins og atburðir síðustu ára sýna og sanna. Fæðingarrétturinn var sameiginlegur, mynt einnig lengi vel, hæstiréttur og siglingaflaggið einnig. Allt þetta höfðum vér fengið og tekið í vorar hendur að nokkru leyti, og það, sem ekki var fengið að öllu leyti áður, höfum vér fengið til fulls með lýð- veldisstofnuninni 1944. Það mætti því ætla, að vér reyndum af fremsta megni að vaka yfir þeim réttindum, sem fullveldið hefur veitt oss. Því undarlegri eru þær raddir, sem öðru hvoru heyrast um, að ekki saki og jafnvel geti verið gagnlegt fyrir vort unga og veikbyggða iýðveldi að taka upp aftur samstöðu í sumum þessum málum við aðrar oss margfalt stærri og voldugri þjóðir. Það er farið að bollaleggja í alvöru, að því er virðist, um athugun á sameiginlegum fæðingarrétti, sameiginlegum tryggingamálum og fleiri þegnréttindum, afnámi vegabréfaskyldu innan vissra ríkjaheilda og fleiru, sem ekki verður séð að gæti orðið fámennri þjóð, sem aðeins er að byrja að komast á legg sem sjálfstætt ríki, til annars en truflunar og kynni jafnvel að veikja áhuga þjóðarinnar fyrir því að einbeita sér að því marki, að sjálfstæðið verði annað og meira en nafnið tómt. Mætti vafalaust verja 100 þús. kr. árlega af ríkistekjum íslands til annars þarfara en til slíkra og þvílíkra bollalegginga.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.