Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 16
VIÐ FYRSTU SYN Smásaga eftir Bjartnmr Guðmundsson. Þegar ég áttaði mig, sneri höfuð mitt niður. Ég veit ekki enn, hvernig ég komst undir bert loft. En á eðlilegan hátt hefur það líklega verið, eða þá fyrir kraftaverk. Og félagi minn var líka að brölta á fjórum fótum, moldugur í leirugum vegarskurði. Jeppinn okkar lá á grúfu og sneri því upp, sem vant er að vita niður á ferðalögum. — Fall er fararheill, sagði Sumarliði. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé hið ágætasta bílslys, við ómeiddir báðir og jepp- inn óbrotinn, sýnist mér. Hann dustaði úr fötum sínum moldina. — Já. Eftir því, sem um er að gera, sagði ég næstum því eins hressilega. En þó er eftir þyngst hvað er, og það er að koma honum upp á veginn, bílnum. Þetta var sem sé þriggja metra skurður á dýptina. Litum við nú fyrst kringum okkur eftir úrræðum. Græn tún og sveita- hús til beggja handa framundan, hvít og rauð. Við völdum þann búgarðinn, sem næstur lá, og gengum heim akveg með hjólaförum. Á hól í túninu er íbúðarhús að rísa af grunni og fáeinir menn að hræra steypu undir stafni þess. — Góðan daginn, sögðum við og námum staðar hjá steypu- mönnunum. — Góðan daginn, sögðu þeir líka og hægðu ekki á sér við verkið fremur en við værum engir til.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.