Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 17

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 17
EIMREIÐIN VIÐ FYRSTU SÝN 5 ■— Hér eru tveir ferðalangar, sem hafa orðið fyrir óhappi og velt bílnum sínmn, sagði ég. —' I beygjunni bak við hóhnn, vænti ég? svaraði sá af þeim, er einna verkstjóralegastur var. Það er skömm að ekki skuli vera komið þar hættumerki fyrir löngu. Urðu ekki meiðsli annars? '— Nei, engin meiðsh og bíllinn er óbrotinn, höldum við. — Já. Við aðstoðum ykkur auðvitað eftir föngum, sagði mað- Urmn. Svo bað hann ungling að skjótast til bæjar að sækja vörubíl heimilisins. Þetta skipti engum togum, að koma svona léttum bíl upp a veginn aftur með aðstoð allra þessara manna. — Þið komið heim og þiggið kaffi, mælti húsráðandi. Aftur gengxun við heim akleið um dimmgi’æna nýsléttu. Upp undir vallargarði stóð bær með veðraðar burstir, er höll- uðust fram á hlaðið. Fíflar í varpanum og fleki af brennisóley stoð í blóma á harðbala að húsabaki. Þar höfðu nýræktaráhöld ekki enn farið rnn til niðurrifs þjóðlegum gróðri. '— Þið ljúkið við hræruna, piltar, og komið svo í kaffið klukk- an hálf fjögur, mælti bóndinn til manna sinna. En gjörið svo vel að ganga í bæinn, gestir. Hér voru löng göng og fornleg baðstofa, snyrtileg. — Anna mín! kallaði húsbóndinn fram í eldhúsið, hér eru komnir gestir í kaffið, langferðamenn, sem ekki vilja tefja tím- ann að óþörfu, hugsa ég. Kaffið hefur víst verið til og eitthvað með því. Innan fimm ^iínútna kom stúlka og lagði hvítt á borðið. Ein þessi, sem ekki vekur athygli við fyrstu sýn. Við settumst að borði. Bóndinn var ræðinn og gamansamur °g vissi skil á mörgu. Þegar við vorum að ljúka úr bollum, gekk önnur stúlka inn a pallinn með könnu að bjóða okkur í þá að nýju. Við Sumarliði stóðrnn samtímis upp og heilsuðum. Þetta var harnung stúlka, eitthvað seytján, átján ára á að gizka, með °venju dökk augu, sem brenndu eins og neistar, í strigaskóm, herfætt. Kjóllinn hennar var úr ódýru efni, aðskorinn, eins og hún væri að vaxa upp úr honum. Um leið og hún kom, fannst lller eins og ör hrykki imi í brjóstið á mér og rækist gegnum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.