Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 18

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 18
6 VIÐ FYRSTU SÝN EIMIÍEIÐIN hjartað. Þó var ég ónæmur fyrir þess háttar, hélt ég, og átti unga konu, sem ég leit eiginlega aldrei framhjá. En nú ætla ég að hverfa sjálfur úr sögunni. Félagi minn, Sumarliði, er að verða söguhetjan. Við tilkomu hinnar dökk- eygðu meyjar varð hann sem lostinn eldingu, sá ég eða fann, og náði ekki andanum í heila mínútu. — Dóttir mín, Una, mælti húsráðandi. Hin heitir Anna. Ekki sérlega líkar í sjón. Eða finnst ykkur það? Stúlkurnar voru alúðin sjálf og léttar í máli. Smám saman náði Sumarliði andanum og fór að koma upp orði og orði. Eins og annað tekur það af að tæma tvo, þrjá kaffiholla, jafnvel þó tíminn sé tafinn viljandi. Kom því þar að, að við gerðum okkur líklega til að kveðja. Bóndinn fylgdi okkur til dyra, og dæturnar áttu líka leið út í góða veðrið. — Þú ert ekki enn farinn að losa túnið, segi ég við sveita- bóndann og horfi yfir hið mikla gras i túni hans, er nú bylgj- aðist fyrir hægri hafgolu. — Byrja í fyrramálið, ef ekki spillist. Hér til hefur öll vinna orðið að fara í bygginguna. — Ó, hvað hér er unaðslega fallegt! andvarpaði Sumarliði og beindi orðum sínum til meyjanna, annarrar eða beggja. Varð þeim svo gengið suður fyrir bæ, þangað sem útsýni var enn fegurra. Eða hver veit annars hvers vegna þau eru þangað komin? Vinur minn og félagi var stundum dálítið á lofti. Nú hafði hann velt um bíl nýverið og lækkað svolítið í loftinu í bili. Auðséð var, að aftur var hann tekinn að hækka að mun af nær- veru systranna. Þetta er annars myndarmaður, hár og röskur með bleikt hár, bezti félagi. En gortari var hann, einkum af kvenhylli sinni og valdi sínu yfir því veika kyni. Okkur dvaldist fimm mínútur við bæinn, mér og bóndanum. Hann var að fræða mig um byggðarlagið, veðrið og veginn. En ekki er ég heima i, hvað þeim hefur farið á milli fyrir sunnan bæinn. Nú komu steypumennirnir og gengu í bæinn að vitja um kaffið sitt. Þrír röskleika menn og svo drengur um fermingu, sonur bóndans og bróðir systranna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.