Eimreiðin - 01.01.1955, Page 25
EIMREIÐIN
VIÐ FYRSTU SÝN
13
Hún sagði þetta þannig, að það var ómögulegt að finna, hvort
1 því átti að felast broddur eða einlægni.
Hún leit beint framan í hann, eins og hún ætlaði að lesa
þar svarið eins og í bók.
— Nei, nei, sagði Sumarliði og var nú farinn að aðgæta um-
ferðina á götunni af mikilli gaumgæfni, enda veitti víst ekki
af, því þau voru stödd í fjölfarinni götu.
— Og svo var Una að opinbera, bætti hún við með nýrri
rödd.
Þetta var eins og högg. Það suðaði fyrir eyrum hans, og
hjartað færðist til upp og niður.
Einhver vitur maður hefur sagt, að af öllu dularfullu, væri
konan þó dularfyllst. Af hverju er Anna hingað komin og lætur
heyrast í rödd sinni bæði sárindi og storkun, þegar hún minnist
otilkvödd á opinberun systur sinnar?
Þögn.
'— Það er Hofsvallagata, segir hún svo eftir stundarkorn.
Og hún nefnir númerið aftur. Ó! hvað ég get annars verið upp-
gofin! andvarpaði hún svo og sökkti sér enn dýpra ofan í sætið,
eins og í leit að kodda að hvílast á.
— Allt í lagi, anzaði pilturinn og hafði nú náð miklu valdi
yfir sjálfum sér af nærveru við hið óskiljanlega í fari þessarar
stúlku. Máske er ekkert eins læknandi ástarraunir eins og ridd-
aramennskan, nema ef vera skyldu nýir vinningar í riki Venus-
ar- Og þegar sólin er setzt, taka líka stjörnurnar að skína, vana-
lega.
— Eigum við ekki að koma við heima hjá mér, áður en við
förum til frænku þinnar? spurði pilturinn hlýlega.
Hún leit á hann, en sagði ekki orð.
Mikið voru þau ólík, augun. Hér er ró og friður, máske dá-
fítill dapurleiki, sem gott væri að geta þurrkað út. Hin brunnu
og brenndu og settu allt úr jafnvægi. Og þó, var ekki eitthvað
1 þeim alveg eins, eitthvað lengst, lengst inni? Eitthvað, sem
rotaði við, eitthvað dularfullt eins og myrkrið, sem var ósýni-
fegt í sumar eða vor?
En kannske er það bara það, að stjörnurnar fari ekki að
skína fyrr en sólin er setzt.