Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.01.1955, Qupperneq 26
14 VIÐ FYRSTU StN EIMREIÐIN — Ég fer aldrei heixn, sagði hún svo allt í einu — aldrei framar. Þeir, sem minnst hafa til hlutanna unnið, hirða þá vanalega á endanum. Ég á hvergi heima framar, Sumarliði. Þetta kom svo óvænt, að pilturinn fann engin orð. Síðan segir hún: — Ég get komið með þér og tafið í tuttugu mínútur. Svo fylgir þú mér til frænku minnar, þegar ég vil það sjálf. Hún leit á liann til áréttingar og talaði þannig, að líkast var að hún hefði aldrei gert annað en segja fyrir. — Þegar ég vil það sjálf, skilurðu! Hvað hafði komið fyrir? Var þetta svar við bréfi? Um það getur enginn sagt. Hver svarar því, sem liggur í loftinu aðeins? Ibúðin hans var lítil, en þægileg og búin góðum húsgögnum. — Gjörðu svo vel og reyndu að láta fara þolanlega um þig. Ég ætla að skjótast frá og panta okkur hressingu, sagði hann. — Nei, gerðu það ekki. Ég hef enga lyst á því. En það væri ákaflega gott að fá að skola af sér rykið. Það getur ekki verið sjón að sjá mig. — Já. Það er sjálfsagt. Þarna er baðklefinn. Hann benti á dyrnar. Það er heitt vatn og sápa og handklæði, held ég. Svo gekk hann út úr herberginu að undirbúa þetta með hress- inguna. Þegar hann kom aftur, hafði hún þvegið af sér þreytuna og búin að henda sér upp í legubekk og kasta höndunum upp yfir hnakkann. — Þetta var fallega gert, sagði hann. Þú hlýtur að vera yfir þig þreytt. Röddin var hlýleg. Hún svaraði ekki. Nú var hún rjóð í vöngum eftir baðið og brjóst hennar gengu upp og ofan, eins og hún væri móð af hlaupi. Ósjálfrátt tyllti hann sér á bríkina fyrir framan hana. — Heyrðu, sagði hann eins og það væri nýr maður, sem talaði, — ég get ekki annað en sagt eins og er. Það urðu mistök með bréfið. Ég vissi það ekki fyrri en ég sá þig áðan niður við bilinn. Þá sá ég enga aðra leið en reyna að dylja afglöp mín með hræsni og blekkingum. En ég get það ekki lengur. Ég get ekki annað en sagt eins og er, af því þú ert sjálf einlæg og hreinskilin. Ég---------- — Það er hægt að virða þá, sem segja satt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.