Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 27
EIMREIÐIN VIÐ FYRSTU SÝN 15 Hún horfði í augu hans, og nú fann hann engin orð að segja. ' Dettur þér í hug, sagði hún svo, að ég hafi ekki alltaf vitað, hvernig á hréfinu stóð? Ég hafði ekki lesið hálfa línu, þegar ég vissi það fyrir víst. Það var ekki þess vegna, sem ég svaraði og kom. Ég varð að fara, fara eitthvað. Svikarar, lyg- arar eru það, sem ég hata og fyrilít. Já. En hvað---------? byrjaði Sumarliði að segja. Svikarar, lygarar eru það fyrirlitlegasta, sem til er á jörð- lntU, endurtók hún. Ég varð að fara og umgangast einhverja, SeiR ekki eru þannig. Ég get ekki komið heim framar — aldrei. Röddin bilaði. Hún sneri sér til veggjar og fór að hágráta. Hér hvílir hún í ókunnu herbergi, í ókunnum bæ, óra fjarri öllu því, sem hún þekkir. Ókunnur maður, sem hún hefur séð 'iður aðeins einu sinni, grúfir sig yfir hana og reynir að tala u® fyrir henni, sefa hana. Smám saman mætti hugur hug eftir leiðum hins órjúfanlega Hgmáls. Gráturinn kyrrðist hægt og hægt. Húm síðkvöldsins Hr'ddist inn fyrir hurðina á tánum. Þau, sem þar voru ein, höfðu ekki hirt um að kveikja. * Smásögusamkeppnin. Alþjóða-smásögusamkeppni sú, sem stórblaðið New York Herald Tribune etur gengizt fyrir, er nú lokið. Síðasta smásagan, sem til úrslitakeppninnar ^srst, var send umboðsaðilum þátttökulandanna 14. dezember síðastliðinn. ar l>á eftir að innkalla kjörlista frá umboðsaðilum. En eins og skýrt hefur 'erið frá áður, eiga þeir sæti i alþióðadómnefnd og ber þvi að senda kjör S1tt eða val til framkvæmdastjóra keppninnar í París. Þó er umboðsaðila ineð öllu óheimilt að greiða atkvæði um sögu frá sinu eigin landi, sem valizt nefur í úrslit. Endanlegra úrslita um hver eða hverjir hljóta muni verðlaunin er að vænta lo lega eftir að allir kjörlistar umboðsaðila þátttökulandanna eru komnir endur framkvæmdastjóra samkeppninnar og hann og ráðunautar hans ^eht sinn lokaúrskurð, sem ekki verður áfrýjað. 1 þess þvi að vænta, að hægt verði að skýra frá úrslitunum í næsta hefti Hunreiðar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.