Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 34
22 SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÖGI EIMREIÐIN í þvi formi kvæði eins og Týndur og tröllmn gefinn, Abba- labba-lá, Til Logalanda, Sigling og Margt er þeim að meini —, sem komu í Svörtum fjöðrum. Fólkið kannaðist við þennan þuluklið og þessa hrynjandi úr hálfgleymdmn söngvum bernsku- áranna. Stefjakliður Svartra fjaðra náði þegar í stað eyrmn allrar þjóðarinnar, og hún tók honum með fögnuði eins og lang- þráðum vini. Næsta ljóðabók Davíðs, Kvæði, kom út árið 1922. 1 henni birtust fyrst smn þau ljóð, er síðar hafa orðið meðal vinsælustu bragsmiða hans, svo sem Sigling inn Eyjafjörð, Dalakofinn, Hamraborgin, Með lestinni, Konan með sjalið, Hirðinginn o. fl. í þriðju ljóðabókinni, Kveðjum (1924), birtust meðal annarra ljóða kvæðin Ég sigli í haust, Messalina og Eyðimörk, en þau tvö siðastnefndu kvæði höfðu áður birzt hér í ritinu (Eimr. 4.—5. h. 1924, bls. 216—221), ennfremur hinn undurfagri óður Á föstudaginn langa, og ýms ferðakvæða skáldsins frá Italíu, svo sem Feneyjar, Lapí og Neapel. Nú verðm- mn skeið hlé á útkomu ljóðabóka eða um fimm ár, en þó er fjarri því, að skáldið leggi árar í bát þetta tímabil. Hann ræðst nú í að birta sitt fyrsta leikrit. Munkarnir á Möðru- völlum koma út árið 1926, en með þvi hefst annar meginþátt- urinn í rithöfundarstarfi hans: leikritagerðin. Leikurinn fjallar mn ástir, en er um leið ádeila á hræsni og yfirdrepsskap klaust- mslifsins. Árið 1929 koma út Ný kvæði. Með þeirri bók öðlast Davíð Stefánsson, svo ekki er lengur um deilt, heiðurssess með fremstu ljóðskáldum Islendinga. Hátíðarljóð hans árið eftir staðfestu til fullnustu þá skáldfrægð, sem hann öðlast á árunum 1918 til 1929. Llann er nú ekki aðeins eitt af fleirum fremstu ljóðskáld- um þjóðarinnar, heldm er hann nú orðinn fremstur þeirra, að dómi drjúgs hluta landsmanna. I Nýjum kvæðum eru meðal annarra snjallra ljóða sögulegu kvæðin rnn Hallfreð vandræðaskáld, Hrærek konung í Kálf- skinni og Lofkvæði Lamentíusar biskups til abbadisarinnar á Stað. Þar eru ómþýð náttúruljóð, eins og kvæðin Nú sefm jörðin sumargræn, Vorljóð, Nú er fagmt upp til fjalla, Haust og Nætur- ljóð. Þar eru hvatninga- og ádeilukvæði eins og Á vegamótum, Andvarp, Söngm galeiðuþræla og Rottm. Þarna eru tilbeiðslu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.