Eimreiðin - 01.01.1955, Side 35
EIMREIDIN
SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÖGI
23
°g trúarljóð eins og kvæðið um innreið Jesú í Jerúsalem, Skrifta-
stóllinn, Olíuviðurinn og Lofgjörð. Þarna eru ljóð í þjóðvísnastíl
ems og Kvæðið um konurnar þrjár, Riddarakvæði og Kalt er
^er löngum. Og þarna eru tær tregaljóð (elegíur) eins og Ég
horfi ein, Örlög og Minning. Strengirnir á hörpu skáldsins óma
eldrei með fjölbreyttari tónakhð en í þessari bók. Hún sýnir
fullþroskað ljóðskáld, sem hefm: sigrazt á byrjunarerfiðleikun-
11X11 og kveður svo snjallt og fagurt, að öll þjóðin hlustar hug-
fangin.
Síðan Ný kvæði komu út, hafa þrjár ljóðabækur enn hætzt
við frá Davíð Stefánssyni, I byggðmn (1933), Að norðan (1936)
°g loks Ný kvæðabók (1947). Þær hafa að flytja fjölda snjallra
kvasða, svo að hvergi gætir afturfarar. Nýjasta sönmm þess er
einnig kvæðið Segðu það móður minni, kvæði, sem skáldið
flutti í útvarp á sextugsafmæli sínu nýafstöðnu. Þetta var ljóð,
náði til hjarta hlustenda, innilegt og magnað heitri tilfinn-
uigu. Flutningur þess var frábær, og mætti ætla, að það boði
enn nýja ljóðabók frá höfundi þess, — þá áttundu í röðinni,
þegar frá eru taldar heildarútgáfur og endurprentanir.
Það mun víst engum hafa komið í hug, sem las söguna um
^álina hans Jóns mins, úr þáttunum um paradís og helvíti í
Pjoosögum Jóns Árnasonar, að upp af þeirri skrýtlu mundi til
' eí’ða eitt mikilsháttar drama, sem leikið yrði í sjónleikahöllum
eg sótt og séð af tugþúsundum leikhúsgesta. Má þó vera, að
atthíasi Jochumssyni hafi komið í hug, er hann skráði söguna,
eð hér væri valið efni í leikrit, en hitt er víst, að ekki notaði
ann sér það, þó sjónleikjahöfundur væri. Davíð Stefánsson
tekur efnið úr sögunni fyrst til meðferðar í alllöngu samnefndu
®ði (sjá kvæðasafnið 1 byggðmn). Hvort hann hefur verið
ytjaður á að semja leikrit upp úr sögunni, er hann orti kvæðið,
s "al ósagt látið. En árið 1941 kemur leikrit hans, Gullna hliðið,
ut á Akureyri, samið upp úr sögunni um sáhna hans Jóns míns,
jf, ^er flgurför næstu árin á leiksviðum innan lands og utan.
0 að ýmislegt væri ofmælt í ræðum manna á sextugsafmæli
s áldsins, svo sem það, að Gullna hliðið sé orðið vinsælast ís-
uzkra leikrita, þá er mjög líklegt, að hvorki Fjalla-Eyvindur
^anns Sigurjónssonar, Skugga-Sveinn Matthíasar Jochumsson-
ar eða Nýársnótt Indriða Einarssonar standi því framar að