Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 38
LÍFSINS VÍN eftir IBN AL-FARID. [1 700 ár hafa ljóð Ibn Al-Farids verið kunn í heimi arabiskrar menn- ingar, og í hópi eldri sufi-skáldanna er hann í fremstu röð. Eins og þau flest klæðir hann hugsjónir sínar og heimspeki í likingabúning. Það lífsins vin, sem hann yrkir um, er trúarleg hrifning eða hugljómun. Alheimurinn af- hjúpar leyndardóma sína, og skáldið verður frá sér numið af tign og fegurð lifsins. Ljóð þessara skálda eru víðsfjarri einskorðuðu kenningakerfi rétt- trúnaðarins. Þau fjalla um vizkuna, fegurðina og ástina. Al-Farid segist hafa teygað hið eldlega vín kærleikans. Ferhendur Omars Khayyams munu vera hið eina austræna kvæði, sem orðið hefur svo að segja almenningseign á Vesturlöndum, í þýðingu (eða stælingu) FitzGeralds. Menn hefur nokkuð greint á um þær, en ef til vill er það vegna þess, að í búningi FitzGeralds á liann víða meira í þeim en Omar. En fullyrða má, að einnig í því kvæði er vínið notað sem skáldlegt tákn fyrir trúarlega hrifningu. Að sjálfsögðu líta hin austrænu skáld é náttúruna og lifið á sinn hátt og öðruvisi en Vesturlandabúar. En einmitt þess vegna geta kvæði þeirra vakið óvænta og fagra svipstundarsýn nýrra viðhorfa — hjá þeim, sem ekki eru ónæmir sökum hleypidóma eða venju. Axel Fredenholm, rektor í Gautaborg, hefur þýtt á sænsku kvæðið Khamri- yya (vinsönginn) eftir Ibn Al-Farid. Sá liluti þessa kvæðið, sem hér birtist, er íslenzkaður eftir þýðingu Fredenholms og með leyfi lians. Hann birtist á sænsku í 5. hefti timaritsins Ord och bild 1954.] I Kom bróðir, kom í fjallafaðmsins var, í fornum garði skulum hvílast þar, því veitt af þokka þar er göfugt vín, og þangað lágu tíðum sporin mín. Þar streymir sífellt sólskin yfir dal, en svalt er þó í laufsins skuggasal, og angan rósa ávallt fyrir slær, en að þér gleði hvíslar léttur blær.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.