Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 40
LlFSINS VlN
IV
Ef gleðifuglinn fælist heimsins gný
og flýgur burt og hverfur bak við ský,
af þessu víni teyg þú taka skalt,
það töfrar hamingjunnar Ijóma á allt.
Ei framar Helju syndargjaldið gelzt,
við grafarmunna vonarengill dvelst,
og bikar þann hann ber í hendi sér,
sem barmafylltur víni lífsins er.
En falli dropi á hönd, sem bikar bar
hinn barmafulla, skal hann standa þar
sem roðasteinn í stjörnudjásni rúms,
er stráir geislum auðnir næturhúms.
V
Hinn forni garður, þar sem þokkinn býr
og þreyttum svalar jafnan drykkur skír,
er alls staðar, og enginn bannar þér
þar inn að ganga og hvílast nær sem er.
Ef bitur kennd hið innra angrar mann
og einangrun og fæð er kring um hann,
einn drykkur honum færir frelsi og yl,
hann finnur þá, að vinir eru til.
Ef skynsemin er leiðarljósið ein,
á lífsins braut mun verða förin sein.
En öruggur með guði gengur sá,
er gætir þess, sem raddir hjartans tjá.
VI
Menn skilja ei orð mín, brosa stundum blítt,
en benda á, að þau sannleik hermi lítt,
í öllum heimi ekkert sé það vín,
sem augun geri skyggn á slíka sýn.
Þeir þekkja drúfusafann, segja því:
Þú svallari, sem drekkur æ á ný,