Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 48

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 48
36 GULLGERÐARLIST HIN NÝJA EIMREIÐIN gera annaðhvort: nota erlendu orðin eða finna þeim íslenzka þýð- ingu, sem ætla megi, að festist í málinu með tímanum. Allt efni er gert úr frumeindum, ósýnilegum, örsmáum efnis- eindum, sem taldar voru með öllu ódeilanlegar, unz frumefnið radíum fannst. En eftir það tókst að finna aðferð til að kynnast innri byggingu sjálfra frumeindanna, sem hefur leitt til þess, að tekizt hefur að sundra þeim, opna þær og deila þeim í mola, öreindir, meira að segja greina þessar öreindir hverja frá öðrum, taka sumar þeirra burt og setja aðrar í staðinn, svo að úr verða nýjar frumeindir. Helztu öreindir frumeindarinnar eru frum ('proton), neind (neutron) og rafeind (electron). Með þessari dásamlegu uppgötvun hefur rætzt einn af alda- gömlum draumum mannkynsins. Gullgerðarmenn miðaldanna, al- kemistarnir gömlu, glímdu við þrautina þá, að breyta ódýrum og algengum efnum í gull og aðra góðmálma. Þeim tókst ekki að leysa þrautina, svo vitað sé. Nú hefur atómorkufræðin leyst hana. Þannig leysast að lokum furðulegustu draumórar mann- anna, sem lengi vel voru ekki taldir annað en hjátrú og hindur- vitni, en verða svo síðar að hversdagslegum veruleika. Þessi sundrun frumeindarinnar er skýrgreind nánar með orð- inu kjarnaklofning (fission), og þær gerðir frumeinda, sem kjarna- kljúfast tiltölulega með minnstri fyrirhöfn, eru nefndar fissile á enska tungu. Vér gætum nefnt þær á íslenzku auðkljúfanlegar. Svo er um frumeindirnar í kjarnorkusprengjum. Sá margbrotni útbúnaður, sem gera þarf til þess, að kjarna- klofning geti átt sér stað, veldur tvennu í senn: leysir úr læðingi orku og framleiðir ný frumefni úr þeim, sem fyrir eru. Undra- heimur sá, sem opnast hefur innan frumeindarinnar, eftir að tekið var að rannsaka eðli radíumgeisla og síðan geimgeisla, er svo furðulegur og flókinn, að enn vantar mikið á, að hann sé til fulls skilinn og kannaður. En svo mikið er vitað, að þó að kjarni frumeindarinnar sé „efni“ hennar, þá er hann aðeins þús- undasti hluti milljón milljóna af rúmmáli frumeindarinnar, eða tekur með öðrum orðum minna rúm hlutfallslega innan hennar en sólin tekur innan sólkerfis vors. Einnig hefur verið reiknað út, að þéttleiki kjarnans, eða þyngd hans á hvern rúmmálsþuml- ung, hljóti að vera þúsund sinnum milljón sinnum milljón sinnum þyngd venjulegra efna, og að hann sé svo þéttur, úr hverju sem hann annars kann að vera gerður, að heild úr honum jafnstór vatnsdropa myndi vega tvær milljónir smálesta! En hér er enn ekki nema hálfsögð sagan. Geysileg orka virðist

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.