Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 57

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 57
EIMREIBIN ÓLÝGINN SAGÐI MÉR 45 l3ryggjunni. Hún veifar. Þær koma brátt auga á hana og Veifa á móti. Skipið leggst að bryggjunni. Brúnni er skotið í land. Dóra tekur töskuna sína, annað hefur hún ekki meðferðis, og flýtir Ser í land. Bryggjukarlarnir víkja úr vegi fyrir henni og ^^ða hana fyrir sér forvitnislega. Hún kyssir móður sína °g systur. Það er eins og þær fari hálfgert hjá sér að heilsa enni svona fyrir allra augum. Þær ganga upp bryggjuna. Þarna stendur Jói í Norður- . með hendurnar í vösunum og gýtur augunum útundan Ser til þeirra. Hún kinkar kolli til hans glaðlega: „Sæll og Wessaður, Jói!“ Jói eldroðnar og tautar eitthvað svo lágt, að það heyrist ekki. Svo horfir hann í aðra átt. — Hvað gengur að mann- mum? Þær beygja inn götu. Það er fátt talað. 1 öllum gluggum sJast höfuð á bak við gardínurnar. Þarna standa nokkrar Unglingsstúlkur úti fyrir kaupfélaginu. Þær eru masandi og ^issandi, en steinþagna, þegar mæðgurnar ganga framhjá. ora kastar á þær kveðju, en þá verða þær allt í einu óskap- e§a vandræðalegar. Þegar hún er komin framhjá, fara þær að flissa aftur, en þegar Dóra lítur um öxl, sljákkar í þeim. ^ti fyrir Vík mæta þær frú Soffíu og Hönnu í Gerði. Þær ern að koma út úr húsinu. Um leið og þær sjá Dóru, stein- uagna þær. Dóra kinkar kolli brosandi. — Brosin frjósa á andlitum frúnna. Frú Soffía hóstar lítið eitt, en Hanna reyfir höfuðið ögn í kveðjuskyni. Þær horfa framhjá Dóru. Fólkið, sem þær mæta, er einhvern veginn öðruvísi en uað á að sér. Það er eins og allir fari hjá sér. Dóru finnst uetta óviðkunnanlegt. Þær mægður ganga þegjandi inn Strandgötuna. Loks, þegar Dóra er komin úr nýju kápunni, setzt við eld- msborðið heima í Haga og farin að drekka rjúkandi kaffi ^Oeð kleinum, getur hún ekki lengur orða bundizt: >.Hvað er það eiginlega, sem gengur að öllum í dag? — r kápan mín svona agaleg, eða hvað?“ Stebba gamla í Haga jóðlar kleinuna með tannlausum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.