Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 61

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 61
EIMRE1ÐIN ÓLÝGINN SAGÐI MÉR — 49 yið frúna. Húa hafði það fyrir satt, Jónina, að guðsmaður- lnn hefði barasta lagt hendur á konuna sína, hvorki meira nn minna! Það fylgdi sögunni, að hljóðin í henni hefðu heyrzt angt út á götu. — Það munaði víst engu, að það yrði bæði að sækja hreppstjórann og lækninn! Og daginn eftir fór frú Berta inn í Innri-Vík til móður S1nnar. Þá þurfti nú ekki framar vitnanna við! Þær áttu . 1 v°n á því, frúrnar í þorpinu, að prestsfrúin stigi fæti Slnum á prestssetrið framar. Hi'eppstjórafrúin var yfirheyrð og látin yfirheyra mann Slnn á því nær klukkustundarfresti um daginn. En sá gamli °raði sér bara í skegginu og lýsti því yfir, að þar eð sér etði hvorki borizt skilnaðarbeiðni né kæra um líkamsárás, gæti hann ekkert gert. En seint um kvöldið fór frú Berta út í prestshús aftur, eins og ekkert hefði í skorizt, hinum hneyksluðu frúm þorps- lns til mikillar undrunar — og vonbrigða. Hvað gat komið • '— Gróa kaupfélagsstjórans fór nærri um ástæðuna. nðvitað hafði kerlingin rekið hana öfuga heim til bóndans aftur! Líklega ekki þótzt hafa ráð á því að missa tengda- jhóðurstöðuna. Það vissu nú svo sem allir, á hverju það afði flotið, Innri-Víkurpakkið, síðustu árin. Víst ekki neitt j^náræði, sem Berta hafði borið inn eftir til kerlingarinnar. g svo lét sú gamla sig auðvitað hafa það að reka dótturina eim aftur í niðurlæginguna og smánina. En svo skeður sá fáheyrði atburður, að stráksláninn hann 01 i Norðurhlíð, sem alltaf er opinn ofan í rass, verður til 1 ess að brjóta þá hefðbundnu velsæmisreglu að inna ekki eftir nafni heimildarmanns, þegar sögumaður sér ekki ástæðu 1 bess að geta hans sjálfur. Jónína á Grund er einmitt að Segja söguna um barsmíðina í prestshúsinu í aukinni og endurbættri útgáfu heima í Norðurhlíð. Hún verður hvumsa Vlð> en lætur ekki slá sig út af laginu. ,»Ég veit, hvað ég er að segja, drengur minn, vertu bara j’°iegur. Það eru ábyggilegar heimildir fyrir þessu. Er ég annske vön að fara með fleipur eða hvað?“ °g Jónína horfir með augsýnilegri vanþóknun á Jóa. 4

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.