Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 62

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 62
50 ÓLÝGINN SAGÐI MÉR EIMREIÐIN En Jói er í essinu sínu og læðir út úr sér: „Ólyginn sagði mér, stendur þar.“ Jónína fuðrar upp: „Hvað er hann að dylgja um, þessi slordóni? Heldur hann kannske, að ég gangi Ijúgandi um bæinn? Þau eru nú kannske ekki alein í húsinu, blessuð prestshjónin. Ónei, því miður, svona fyrir suma!“ Þá hafði maður það! Vinnukonan hjá frú Bertu, hún Bína í Króki, hafði auðvitað kjaftað í Jónínu. Hún svaf uppi á loftinu. Hanna i Garði er stödd í Norðurhlíð þetta kvöld, og þykist hafa veitt vel. Morguninn eftir situr hún um Binu í Króki, þegar hún fer að sækja mjólkina. Henni tekst að fá hana til þess að þiggja kaffisopa í eldhúsinu. Bína veit ekki, hvaðan veðrið stendur á sig. Hún þekkir Hönnu ekki teljandi og hefur aldrei komið inn fyrir dyr hjá henni áður. Henni er ekki meira en svo um, hvað kerlingin er fleðuleg. Henni er borin bæði terta og furstakaka, og hún fer öll hjá sér. Spurningum Hönnu svarar hún einsatkvæðisorðum. — Jú, henni líkar ágætlega hjá prestsfrúnni. — Nei, ekki mjög mikið að gera. — Jú, hún býst við að verða í vetur. Hanna smáfærir sig upp á skaftið. — Hvort þeim komi vel saman. — Jæja, eins og hjónum yfirleitt. — Hvort hann komi stundum drukkinn heim. — Ja, hún veit það eiginlega ekki. Hún hefur ekki tekið sérstaklega eftir því. Hanna heldur sókninni áfram. — Hvort hann hafi verið drukkinn í fyrrakvöld. Bínu bregður ónotalega við. Hún minnist þess að hafa verið að blaðra eitthvað inni á Grund í gærmorgun. Hvað er kerlingin að skipta sér af þessu? En Hanna tekur eftir hikinu, sem kemur á Bínu, og læðir út úr sér í ísmeygilegum tón: „Mér kemur þetta svo sem ekkert við. Þú hefur kannske líka verið beðin fyrir það?“ „Ha, ég — nei, því þá það?“ Bína er að því komin að segja já, til þess að sleppa við frekari spurningar, en sér að það dugar ekki, fyrst hún lét Jónínu á Grund vaða ofan í sig í gær. „Nei, ég hafði nú bara heyrt að hann hefði verið á kenderíi frammi á Dal.“ Hanna lætur sem þetta sé algjört aukaatriði-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.