Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 65

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 65
EIMREIÐIN VORREGN 53 Hve ég var búinn að biðja — og vona! En bæn mín var lágfleyg, — og kalin storð. Þó viss’ eg, að guðlegt ástareyra var opið og heyrði mín jarðbundnu orð. — Þótt eigi ég ekki stingandi strá né steingráa mosató, þá gleðst ég sem bam við grænkandi jörð með voD'blóm um mela og mó! — Ég þákka þér, guð, fyrir þjóðina mina, aJð þú heyrðir lágfleyga, fátæka bæn, og sendir oss ást þína í daggtærum dropum, drjúpandi blessun, svo jörðin varð græn! — Guði sé lof! — Nú rignir, rignir! Rignir, og jörð verður græn! m. Vorið er komið. Voi'ið er komið! — Það kom í nótt með kliðþýða sunnanátt! Nú fer það syngjandi um gervcdlan geiminn með gleðitindrandi strengjaslátt. Blátærar bunulœks-hörpur í hlíðum heiðloftin fylla söng! Og hjarta mitt syngur i víðbláins veldi vorkvöldin sólroðin, björt og löng! * Að morgni sMn sól í himinheiði ■— hvem dag jafnung og ný! — Hún blessar með ylgeislum bömin sín öll jafn broshýr og móður-hlý! Lífsins undur öTl lykur hún faðmi og lífinu fcerir þrótt! Og starfsgleðin eykur oss afl og fjör frá árdegi langt fram á nótt!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.