Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 72
60 SAMBAND VIÐ ÓSÝNILEGA HEIMA eimreiðiN Sannlega segjum vér yður, að margir þeirra spádóma, sem sagt er frá í Opinberunarbókinni, eru nú að rætast. Þér hafið nýlifað af tortímandi heimsstyrjöld, þar sem þér urðuð sjónar- vottar að því, hvernig ágirnd og græðgi varð orsök þess, að heilar þjóðir bárust á banaspjót til þess að tortíma hver annarri í þágu veraldlegra yfirráða. En þetta var aðeins forspil að enn geigvænlegri þrengingum, sem nú eru í vændum. En látum skeika að sköpuðu í þvi efni. Vér erum ekki hér til að skjóta yður skelk í bringu, heldur til þess að vara yður af fyllstu alvöru við því, sem koma skal og kenna yður, hvernig þér eigið að snúast við erfiðleikunum, en úr þeim munu allir þeir bjargast, sem hafa sigurmerkin skráð á enmnn sér. Þau geysimiklu reikistjarnaáhrif, sem eru að færast yfir, munu auka mátt þeirra sálna, sem þroskazt hafa í vítisáttina, svo sem vér liöfum lýst, en þær eru nú fleiri holdgaðar hér á jörðu yðar en dæmi eru til áður i sögu seinni alda. Þær eru reiðubúnar til að leggja sig fram um að sigrast á völdum ljóss- ins og þeim, sem þau hylla, til þess með því að sanna, að þeirra máttarvöld séu fær um að gera þær að drottnurum þessarar jarðar. Þær hyggjast um leið sýna, að kenningar kristindómsins geri menn dáðlausa og makráða, og verði fylgjendur hans því óumflýjanlega undir i átökunum milli myrkurs og ljóss. Þessar tvær voldugu fylkingar munu takast á af alefli með þeirri kynslóð, sem nú lifir á jörðunni. Þúsundir yðar hafa skipað sér í fylkingu með réttlætinu, gerzt fræðarar og flytj- endur orðs Jesú Krists á þessum þrengingatímum. En þeir tímar eru nú að hefjast. Brátt mun harðna á bárunni og bar- áttan magnast, unz hún nær hámarki. Þá munu sumir mæla svo: Jörðin er Satans, látum hann hremma hana. En Kristur mun segja: Jörðin er mín, og það, sem mitt er, mun ég varð- veita. Svo er það einnig, kœru bræSur, að þessi endurkoma hans er í nánd. Hinir ófræddu tálma réttri túlkmi þessara tíma ljóss og myrkurs, hins hreina og óhreina. Þeir skynja ekki hinar dýpri orsakir atburðanna, telja þá afleiðingar athafna stjórn- málamannanna, sem koma og hverfa af sjónarsviðinu, nú eins og ævinlega. Þeir vita ekki um hin miklu átök, sem gerast á öðrum sviðum tilverunnar mn þeirra eigin jörð. Þeir vita ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.