Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 74
LEIKLISTIN Nói eftir André Obey. Þeir koma í liaust eflir Agnar Þóröarson. Tvær óperur. Leiklistarlíf höfuðborgarinn- ar gengur orðið með þeim hraða, að þar rekur hvert leik- ritið annað — og sum horfin af sviðinu eftir svo skamma hríð, að ekki hefur gefizt ráð- rúm til að kynnast þeim. Að vísu verður ekki sagt, að þessi hraði sé eftirsóknarverður og stingur allmjög í stúf við það, sem oft er reyndin hjá leikhús- um erlendis, þar sem sami leik- urinn getur gengið vikum og mánuðum saman óslitið og allt- af fyrir fullu húsi. Fyrir nú utan þann gífurlega kostnað, sem tíð leikritaskipti hljóta jafnan að hafa í för með sér fyrir hlutaðeigandi leikhús, gef- ur þetta fyrirbrigði þeim orð- rómi byr, að kastað muni hönd- um til leikritavals eða að ein- hver önnur lausatök hljóti að vera á stjórn fyrirtækisins. Dæmi um óslitna hylli sama leiks um langt skeið er þó auð- velt að benda á í íslenzku leik- listarlífi, bæði fyrr og síðar, og er skemmst að minnast gaman- leiksins Frænka Charleys, sem nú er verið að sýna í 78. sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, síð- an sýningar hófust á honum. Leikurinn er því búinn að ganga mánuðum saman í gömlu Iðnó og á líklega eftir að gera það lengi enn. Þá sýnir Leikfélag Reykja- víkur á þessu leikári sjónleik eftir franska höfundinn André Obey. Það er leikurinn Nói, saminn út af syndaflóðssögunni í I. Mósebók, en með hið sígilda viðfangsefni, öryggi og hvíld í guði, samfara óbifanlegu trún- aðartrausti, gegn trúleysi og vanmati á æðri máttarvöldum að uppistöðu. Baráttan milli þessara tveggja andstæðna, trú- ar og trúleysis, kemur átakan- lega skýrt fram í leiknum, þar sem eru átökin milli gamla Nóa, fulltrúa hins algera trúarörygg- is, sem talar við Drottin sinn sem maður við mann, og fjöl- skyldu hans undir forustu son- arins, þess sem nefndist Kam. Hann gerir uppreisn gegn föð- ur sínum, á ferðinni í örkinni um syndaflóðsins sollna haf. En trúaröryggið sigrar gegn van- trú, kaldri skynsemi og útreikn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.