Eimreiðin - 01.01.1955, Side 78
66
LEIKLISTIN
eimreiðiN
Lola (Þuríður Pálsdóttir), Turiddu (KetillJónsson) og Santuzza (GuSrúnÁ■
Símonar) í óperunni Cavalleria Rusticana.
sama kvöldi báðar, er teflt fram
þeim beztu söngkröftum, sem til
eru í landinu. Leikararnir Canio
og Nedda, kona hans, reyndust
vel í meðförum þeirra Þorsteins
Hannessonar og Þuríðar Páls-
dóttur. Eðlilega voru danz-
hreyfingar Neddu í hlutverki
Columbinu ekki eins fullkomin
list og hjá Stinu Brittu' Mel-
ander, sem lék Neddu á fyrstu
sýningum í óperunni I Pagliacci.
Hitt dylst þó ekki, að Þuríður
Pálsdóttir á yfir yndisþokka að
ráða, og kom það sérstaklega
fram í leik hennar í hlutverki
Lolu í Cavalleria Rusticana.
Guðmundur Jónsson naut sín
vel í hlutverki trúðsins Tonio
i fyrri óperunni og ekki síður
sem Alfio í þeirri síðari. Ketill
Jónsson hefur fagra tenorrödd,
en leikur hans sem Turiddu í
Cavalleria Rusticana var með
nokkrum annmörkum og gervi
hans langt frá því að vera her-
mannlegt. Guðrún Á. Símonar,
í hlutverki Santuzzu, heillaði
áheyrendur með söng sínum-
Rödd hennar er í stöðugri fram-
för, bæði hvað snertir fyllingu
og fegurð. Ég efast um að óper-
an Cavalleria Rusticana hafi oft
verið sýnd með betri söng hinn-
ar ásthrifnu sveitastúlku Sikil-
eyjar en leikhúsgestir hafa orð-
ið áheyrendur að í Þjóðleikhús-
inu í vetur. Þjóðleikhúskórinn
sem aðstoðaði við sýninguna í
Cavalleria Rusticana, gerði sitt
til að varpa á hana blæ sam-
ræmis og söngvagleði og gera
kvöldið minnisstætt leikhúsgest-
um. Sv. S.