Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 86
74 RITSJÁ EIMREIÐIl'* er þetta ritar, að hvað sem kynni að hafa liðið hugsunarsemi Teits sjálfs, þá ætti hann bágt með að trúa því, að kona hans, sem sjálfsagt fór nærri um hagi heimilisins, hefði ekki haft eitthvert eftirlit með því, að Sigurð- ur, sem hún hlaut að vita að lá sjúkur, skyldi hafa eitthvað að nær- ast á. Og svo eru önnur rök, sem styðja þetta ekki siður. Loks er nú hafin útgáfa sú af rit- um Sigurðar Breiðfjörðs, sem margir hafa lengi beðið með eftirvæntingu. Hefur réttilega verið byrjað á kvæð- um hans og stökum, en á eftir hljóta svo að eiga að fylgja rímurnar og það, sem til er eftir hann í óbundnu máli. Allt verður þetta mikið safn, en heyrzt hefur að kvæðin, með skýr- ingum, mundu líklega ekki verða nema þrjú bindi. Af þeim eru tvö komin út. Hið fyrsta, ársett 1951, kom líklega út á ofanverðu ári 1953, en annað bindi, ársett 1953, fyrir jólin í vetur. Samtals eru þessi tvö bindi réttar 500 bls. Er útgáfan hin snotrasta og eigulegasta að útliti, og mikil gersemi verður safnið í heild sinni, en með sama gangi er það ber- sýnilegt að nokkur ár muni enn líða, unz því er lokið. Er ekki um annað að gera en að sætta sig við biðina, og mestu máli skiptir, að verkið verði svo vel unnið, að lítt þurfi um að bæta siðar. Mikill viðburður verður það, er Tistransrímur koma út, ef tilhlýðilega verður til þeirrar útgáfu vandað. Þess atburðar mun margur biða með óþreyju, en þá mun það i fyrsta sinni liggja opið fyrir öllum, hve óréttmætur F/ö/nis-dómurinn var („undir Fjölnis dauðadóm disin höfuð beygir"), þvi að þá kemur það í ljós, að rimurnar eru i heild sinni einkar liprar og sktmmtilegar og margir kaflar í þeim gullfallegir. En vak- andi auga þarf sá maður að hafa, sem þær gefur út, einkum ef ekki er til eiginhandarrit Sigurðar, því að út- gáfan frá 1831 er hin hraklegasta, svo að augljóslega er textanum mjög brjálað. Hvernig sem á þvi stendur, eru rímur þessar ein hin torgætasta bók nítjándu aldar. Engin leið cr að fella neinn endan- legan dóm um útgáfu þessara tveggja binda, meðan ekki eru komnar skýr- ingar við þau, greinargerð um hand- rit, leshætti og annað það, er máli skiptir. Jafnvel með slík gögn fyrir framan sig, mundi sá, er þetta ritar, ekki treysta sér til að leggja fullnað- ardóm á verkið. En við lestur bind- anna hefur honum verið raun að því, að rekast þar á marga þá ónákvæmni, er hann hafði ekki búizt við. Mun hér nú verða talið fram nokkuð af sliku, byggt á einum fljótlegum yfir- lestri, og getur þá útgefandi komið að leiðréttingum á þeim atriðum í næsta bindi safnsins. Ekki má þó líta svo á, að þessar athugasemdir taki yfir allt það, er þarna þarf að gaum- gæfa. Misfellurnar eru margs konar, og skulu liér fyrst taldar hversdagslegar prentvillur, sem naumast verða nokkru sinni með öllu umflúnar i línusteyptri bók. En hér eru þær of margar, og þó einkum í síðara bind- inu, sem alls og alls er með stórum lakara frágangi en hið fyrra, hvernig sem á því stendur. Sumar eru þaer afturgöngur, en jafnillar fyrir það. tJr fyrra bindi skal hér tilfærð aðeins ein: bls. 171, síðast i 4. er., „fæla, f- færa, á bál“. Úr siðara bindi verður ekki komizt hjá að nefna nokkuð margar: Á bls. 18, í upphafi 3. er., „ýmsa, f. ýmsar“ (þ. e. meyjar); bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.