Eimreiðin - 01.01.1955, Qupperneq 90
78
RITSJÁ
EIMREIÐIN
breiddu stöku eina liað hann sjálf-
ur, og sýndi þar nieð, að ekki var
honum sama um minningu sina.
Hjálmar gerði í þe.isu efni betur en
beðið var, og margan visnasveiginn
er siðan búið að leggja á leiði snill-
ingsins; vart hafa aðrir gert það af
meiri innileik en Steingrimur, blið-
skáldið. Þetta mætti minna okkur á,
að fara hlýjum höndum um verkin
hans, minna okkur á, að þar stöndum
við andspænis einum af ljúflingum
guðanna. Hann var það ekki miður
fyrir þá sök, að hlutur hans í jarð-
rikisdýrðinni varð smár. Sá hlutur
varð eins og Schiller gerir ráð fyrir
honum i hinu fagra kvæði sinu, Teil-
ung der Erde, sem þeir þýddu báðir,
Sigurður Breiðfjörð og varnarmaður
hans, Sveinbjörn Egilsson. En hlutur
hans í dýrðarheimi andans varð
ósmár og mun lengi endast landinu,
sem hann kvað um af svo djúpri og
viðkvæmri ást.
Enda þótt þessi útgáfa af ritum
skáldsins liafi ekki liafizt með þeim
ágætum, sem hæft hefðu minningu
hans, má hún enn verða harla merki-
leg, og að réttu lagi i hún að verða
dýrasti sveigurinn. Svo á að halda
henni fram og við huna að ljúka, að
hún geti að lokum stuðið við hliðina
á útgáfu Finns Sigmundssonar af
Hjálmari. Ekkert af því, sem hér
hefur verið átalið, er með þeim hætti,
að ekki megi enn að fullu bæta úr
þvi, og ef einhverjum finnst það vera
margt, þá hugleiði sá hinn sami, að
hér hefur verið fjalluð um 500 blað-
siður. Enginn má gera sig svo óvitr-
an, að hann láti þessar misfellur
aftra sér frá lestri bókanna, eða frá
þvi, að styrkja útgáfuna með þvi að
kaupa hana. Það skal vera niðurlag
þessa greinarkorns, að hvetja sem
flesta til að gera svo — sjálfra sin
vegna og þjóðarinnar.
Sn. J.
SONATE VED HAVET af Gunn-
ar Gunnarsson. Köbenhavn 1955
(Gyldendal).
Brimhenda er heiti sögu þessarar
í islenzku útgáfunni, sem birtist á
síðastliðnu hausti. Nú liefur hið
gamla forlag Gyldandal, sem gefið
hefur út eldri sögur Gunnars Gunn-
arssonar á dönsku, emnig birt þessa.
Það munu áhöld um á hvoru málinu
sagan sé betur rituð. En vald höf-
undarins á danskri tungu er meira
en nokkurs annars núlifandi Islend-
ings. Það er fyrir lcngu ljóst orðið
og dylst ekki i þessari bók.
„Sonate ved havet“ er í ýmsu svip-
aðrar ættar og sagan Aðventa, sem
þýdd hefur verið á mörg tungumál
og vakið mikla rthygli bókmennta-
fræðinga, þótt stutt sé. Meðal ótal
erlendra lofsamlegra ummæla um þá
bók eru ein þau yngstu, sem ég hef
rekizt á, grein um 50 beztu skáld-
sögur siðustu hálfrar aldar, eftir rit-
höfundinn John T. Erederick, sem út
kom nú í febrúar þ. a. Þar segir svo:
„Ein sú ánægjulegasta saga, sem ég
minnist að hafa lesið á liðnu tímabili.
er Aðventa eftir hinn ágæta íslenzka
rithöfund Gunnar Gunnarsson."
Benedikt, góði hirðirinn í Aðventu,
og Sesar í Brimhendu eru andlega
skyld náttúrubörn. Sonate ved havet
er í sannleika hvort tveggja i senn:
Snjöll túlkun hins dynmikla tónaóðs
brimsins við íslenzka strönd fyrir
opnu hafi, — manni kemur undir
eins Eyrarbakki í liug sem sögusvið,
— og jafnhliða þeirn túlkun er sag-
an hetjuljóð í óbundnu máli um lifs-
baráttu fátæks fiskimanns, frá vöggu