Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 10

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 10
162 EIMREIÐIN þess hlutskiptis að verða bóndi, en hneigðist ungur til bók- ar og þótti semja óvenjulega snjalla stíla í barnaskólanum, vann landbúnaðarstörf í bernsku og æsku og réðst svo sextán ára garnall til kennaranáms, lauk prófi í þeim fræðum við góðan orðstír og gerðist 1931 kennari í höfuðborginni. Þann starfa hafði hann á liendi fram til 1947, en var þá orðinn kunnur og viðurkenndur rithöfundur og valdi skáldskapinn að ævistarfi. En upprunans æð svall honum í brjósti. Kreppu- árin urðu honum fyrsta tilefni þess að vilja nýjan og betn heim. Svo kom hernámið, og þrekraun þess varð honum hvöt stærri ásetnings en sætta sig við þá von, að kommúnisminn gerði átthagana byggilegri og fólkið hamingjusamara. Tak- markið varð sjálfstæði í réttum og sönnum skilningi orðsins, og gangan á bröttuslóðirnar, sem þangað liggja, reyndist torfær en þroskandi þróunarferill. Sumir vilja halda því fram, að Martin A. Hansen hafi Jjreytt stórmannlega glímu við þá- blekkingu að gera óraunhæfan draum að ímynduðum veru- leika. Þvílíkur misskilningurl Hann var raunsæismaður í líf1 sínu og skáldskap og hvarf frá voninni til að una vissunni, en valdi baráttuna við sjálfan sig í stað þess að segja sam- félaginu stríð á hendur. Martin A. Hansen var leitandi og víðförull andi, en listin veitti honum slíkt frelsi, að viðnám- ið mátti sín að lokum meira í fari hans en uppreisnin. Storm- ur og stríð samtíðarinnar gerði hann ferðafæran yfir í veðra- sama framtíð. Hann kom ekki betra þjóðfélagi í verk, on auðgaði danskar bókmenntir að fagurri list, sál hans var ofn, þar sem gamalt járn bræddist í nýjan góðmálm, sem hann skilaði hertum og skírum í hendur lesenda sinna. Martin A- Hansen var svo stórtækur og vandlátur rithöfundur að reisa stærstu kröfurnar til sjálfs sín. Honum var ekki nóg að telj- ast fagurkeri persónulegs stíls og sérkennilegrar frásagnar. Hann varð sigurvegari táknræns skáldskapar og lét viðhorf einstaklinga boða örlög fjöldans. III. Fyrsta skáldsaga Martins A. Hansens kom út 1935 og heú' ir „Nu opgiver han“. Þetta var athyglisvert byrjandaverk, sem ritdómurunum þótti góður fengur. Þá var von höfund-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.