Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 17

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 17
MARTIN A. HANS-EN 169 aðrir. Líkami hans þoldi ekki ofríki sálarinnar, gamalt mein, er hann hugði gróið og heilt, tók sig upp að nýju. Hann dó fyrir aldur fram. En starf hans var slíkt og þvílíkt, að hann lætur eftir sig opið skarð, sem Danir eiga ekki von á að muni fyllt að sinni. Heyrzt hefur, að Martin A. Hansen hafi runn- !ð skeið listar sinnar á enda og vart getað ráðizt í nýja veg- feð, þó að allt hefði farið að óskum og vonum um líf og heilsu. Sú ályktun hlýtur að dæmast misskilningur. Hann var svo djarfur andi í leit og sókn, að lifandi hefði hann aldrei dáið. ☆ ☆ í skólanum lærum við að þekkja stafina, og við lærum, að það er hægt að setja þá saman, láta þá mynda orð, setningar og bækur. Og við lærum að vissu leyti að skilja, hvað þessar bækur hafa að flytja, en við lærum ekki aö lesa. Fjöldi manns fer þannig út úr skólunum — líka hinum æðri skólum — án þess að hafa lært að lesa. Því að f því felst að geta tileinkað sér efni bókanna á þann hátt, að það verði snar þáttur í persónuleika °kkar, fái orkað því, að við verðum skýrari í hugsun, verðum skarp- skyggnari og hljótum víðtækari þekkingu. Ennþá er það mikill hundraðs- hll>ti þjóðarinnar, sem ekki er læs. Torolf Elster. ☆ Mér virðist, að heimur nútímans sé að komast í misræmi við það, sem % gæti kallað hið innra líf mannsins, — við erum farnir að verða þess Var>r, að hið innra líf vort lætur minna og minna til sín taka. Ef þetta er raunverulega þannig, eru meira en lítið rotnar rætur þeirrar menn- lngar, sem við erum að bjástra við að koma okkur upp. Ef árangur tækni °g hagnýtra visinda dregur úr vaxtarmöguleikum hins innra lífs, er eitt- hvað bogið við þróun vísindanna. Hraðvaxandi þróun tæknilegrar menn- lngar, sem augljóslega hefur fært okkur mikla sigra og bætt lífskjörin til faikilla muna, hefur smátt og smátt sín áhrif á manninn — hefur smátt °g smátt gert hann að þræli vélarinnar, mannkynið yfirleitt orðið meira kundið tækninni. Tæknin og sú iðnvæðing, sem henni fylgir, tærir hið Ir>nra Iff 0g hefur þannig í för með sér þróun, sem leiðir til tortímingar. ^ ekki færist fjör í hið innra lff mannsins, hlýtur afleiðingin óhjá- kv*milega að verða hrömun og loks algert hrun menningarinnar og þar ^eð glötun mannkynsins. Jawahartat Nehru.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.