Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 19

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 19
KVÆÐIÐ UM GULLINKOLLU 171 Og það er líkt og angan frá engjablómum geri að mér Ijúfan seið, og um mig leiki bjarmi bjartra sumardaga við bros þín sólskinsheið, þvi aldrei sá eg vorið jafn yndislega fagurt úr augum bláum skina. (Það hefði verið gaman að þekkja mömmu þina — en það er önnur saga). Það hefur verið góð dis, sem gaf þér blindri sýn, Gullinkolla min, og visaði þér til vegar--- Mér niða í eyrum heitar og heiðar sumarncetur, en hver var nóttin þin, þegar?----- Það hefur verið blá nótt og bjart um heima alla og blómin þúsundlit, og komið fram á hánótt með heitra vinda þyt og hörpur yndislegar, þegar -----

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.