Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 25
LISTAMANNALAUNIN 177 sami réttur og veiting embættis. En sá er hængur á, að þetta getur ekki átt við eftir öðrum greinum frumvarpsins. Mennta- rnálaráðherra hefur hér of mikið vald og eftir þessu frum- yarpi miklu meira vald yfir launum listamanna en embættis- mannalaunum. Þá tekur þessi grein það fram, að ráðherra geti að eigin geðþótta svipt listamann launum, ef hann verður svo ógæfusamur að gerast sekur um afbrot eða vítavert fram- ferði. Venjulega er þetta ákvæði sett í samband við afbrot í °pinberu starfi. Hér ætti því að standa: afbrot í listinni. Og svo á menntamálaráðherra að ákveða, hvenær listamaður brýt- ur reglur listarinnar! Þó að þetta hafi þótt góð lög í ríki Hitl- ers eða austur í Garðaríki, er ótrúlegt, að íslendingar vilji taka það í sín lög. Ef hér er eigi átt við afbrot í listinni, heldur einhver önn- ur lagabrot, þá kemur það ekki listinni við. Að vísu er þetta gamalt ákvæði, svo gamalt, að það er eins og gamall vani, sem nienn eru hættir að hugsa um. En er allt gott og rétt, sem gam- alt er? Er það rétt að veita menntamálaráðherra vald til þess að kveða upp aukadóm og þyngja refsingu listamanna fyrir afbrot, sem réttir dómarar ríkisins hafa dæmt að fullu? Eftir frv. á það að vera í verkahring menntamálaráðherra að meta °g dæma vítavert framferði skáldsins eða listamannsins. Verð- Ur það þá eigi álitin vítaverð framkoma að hafa aðra stjórn- toálaskoðun en ráðherra? Þegar listamaður á í hlut, verður þetta ákvæði þungbærara en aðrir dómar vegna þess að það getur hrundið honum út af veginum, sem hann hefur valið s^r í leit að fegurð og list, eina veginum, sem honum finnst að liggi til lífsins. Það getur „drepið" hann. Og er þá sök ráð- herrans orðin mikil. Ákvæðið er rangt. Það felur í sér annar- ^eg sjónarmið, sem ekkert koma listinni við. Maður, sem sit- Ur í fangelsi fyrir meint afbrot getur verið þúsund sinnum faeiri listamaður en sá, sem hefur hylli ráðherrans. Ef eigi á að veita listamannalaun eftir listrænum afrekum, þá eiga það ekki að heita listamannalaun, heldur gustukafé eða siðferðis- ''ottorð. Og svei því þá. 9. grein segir að fé, sem veitt er árlega til listamanna og eigi er „fast“, skuli úthlutað af þingkjörinni nefnd eins og verið hefur. En til þeirrar nefndar skuli hafa tillögurétt mennta-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.