Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 51
SVIPMYNDIR FRÁ ÍSLANDI
203
sinni þjappað því saman, og virðist það allt flatara og slétt-
ara og liggur meira í bylgjum. Hraunin á íslandi eru þannig
útlits, að maður gæti einna helzt ímyndað sér, að skaparinn
hafi hellt ösku og gjalli úr eldum sínum yfir landið, og árang-
urinn hefur orðið sá, að hæfilegra umhverfi fyrir Paradísar-
missi getur maður vart hugsað sér.
Þar eru því stór landsvæði, þar sem algjör auðn og gróður-
leysi ríkir, og allt hugvit mannsins gæti litlu um breytt.
Þetta eru ekki aðeins hraunbreiður, heldur og víðáttumikil
svæði þakin möl og grjóti, en þar að auki þúsundir hektara
af landi, þar sem eini gróðurinn er mosi og þúfnakollar með
grisjóttum grasskúfum. Hvar sem litið er má sjá afleiðingar
vetrarfrostanna og það svo greinilega, að manni finnst sem
kuldann leggi upp úr jörðunni, þar sem frostið hefur sprengt
og rifið yfirborð hennar.
Vatn og sjór er það, sem bjargar útsýninu. Hinir djúpu
firðir, sem skera strandlengjuna í sundur og ganga margar
mílur inn í landið, margir hverjir settir eyjum og skerjum,
fjallavötnin stór og smá — og loks óteljandi straumharðar ár.
Þegar hið heiðbláa himinhvolf speglast í þessum fögru vatns-
flötum, eða — þegar mest er við haft — hin lækkandi kvöld-
sól kveikir elda sína yfir þeim, þá stígur andi landsins til
liimins og glæsir tilveru sína.
Island verður ekki borið saman við önnur lönd, því að
ekkert land er jafn ungt afsprengi elds og íss, enda er yfir-
f>orð landsins ennþá í deiglunni. Útlit hinnar íslenzku nátt-
úru virðist í fyrstu kalt og síður en svo aðlaðandi, en við
oánari kynni færir hún ferðamanninum hljóðan frið og ró,
°g í því felast hinir raunverulegu töfrar hennar og unaður.
f^erar klappir, grjótið grátt, fannbreiður og jökulbungur,
úuldar mistri og regni, eru heldur ömurleg sjón og í fyrstu
Ookkuð óárennileg. En svo brýzt sólin gegnum þykknið
°g tekur að endurskapa allt þetta, veitir því lögun og lit —
°g jafnvel líf. Þá birtist manni undursamleg fegurð og dular-
llúl eining náttúrunnar. Hið suðræna auga, sem er orðið
vant grænum litum skóganna og skærari litasamstæðum blóm-
anna, nemur ekki þegar í stað töfra þessa dimmleita lands-
lags, en skyndilega kemur innblásturinn til sögunnar. Þá er