Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 56

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 56
208 EIMREIÐIN herfilegustu mynd. Ekki er heldur hægt að líta svo á, að þetta sé aðeins stundarfyrirbrigði, því að enda þótt nú sé byggt í úthverfum borgarinnar af ótrúlegum hraða og dugn- aði, getur fjöldi hinna nýju og snotru íbúða, sem virðast búnar öllum nýtízku þægindum, engan veginn fullnægt hinni gífurlegu eftirspurn. Það virðist því ekkert vafamál, að her- skálarnir verði notaðir til íbúðar, unz þeir falla í rúst. Á hinn bóginn megum við ekki líta á notkun herskálanna til íbúðar sem dæmi um örbirgð og fátækt, því að það böl er óþekkt á íslandi, að minnsta kosti í þeirri mynd, sem við þekkjum það, og enda þótt þessi þjóð ynni aldrei neitt annað sér til ágætis, mun hin raunverulega útrýming fátæktar á íslandi ævinlega verða öðrum þjóðum heims gott fordæmi. Herskál- inn er því ekki merki fátækrahverfis, heldur örþrifaráð til þess að bæta nokkuð úr hinum mikla húsnæðisskorti. Þetta hlýtur að teljast hörmuleg þróun, því að Reykjavík virðist sannarlega hafa fengið svo ríkulegan skerf af slæmu og handahófslegu skipulagi fyrri ára, að sízt sé þar heilh herskálaborg á bætandi. Með fram ströndinni norðaustur af aðalhöfninni virðast húsin hafa sprottið upp á mjög óreglu- legan og lítt skipulegan hátt, og Reykjavík í heild kemur hinum enska ferðamanni ósjálfrátt til þess að hugsa af auk- inni vinsemd og þakklátssemi til þeirrar stjórnardeildar, sem á Englandi hefur með höndum skipulagningu bæja og kaup- túna. Það væri jafnóvingjarnlegt og það er óréttlátt að bera Reykjavík saman við bæi, sem risið hafa upp í skyndi, eins og gullnámabæina heimskunnu, því að margir borgarhlutar eru mjög þokkalegir og skipulegir. f útjöðrum borgarinnar er samt allt of mikið af smákofum og hreysum, sem líta ut eins og þeim hefði verið dritað niður með fram vegunum- Auk þess mætir ennþá augum manna allt of mikið af um- merkjum styrjaldarinnar, öðrum en herskálunum, og í þessu landi, þar sem limgerði vaxa ekki, hefur ryðgaður gaddavir og girðingarnet verið allt of mikið notað í þeim friðsamleg3 tilgangi að koma í veg fyrir óþarft ónæði og átroðning. Til eru borgarhlutar, einkum í námunda við flugvöllinn, sem virðast augljóslega bera það með sér, að þar hafi búið her-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.