Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 58

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 58
210 KIMREIÐIN una, sem rís frá hinum ótalmörgu heitu laugum og hverutn landsins. Þessa náttúruauðlind hafa íslendingar tekið í sína þjónustu, og mikill hluti höfuðborgarinnar er nú hitaður upp með heitu vatni, sem kemur upp úr djúpum borholum að Reykjunt, um það bil tíu mílur vegar frá borginni. Þaðan er vatnið leitt í víðum leiðslum, sem liggja í steinsteyptum stokk. Það er út af fyrir sig merkilegt, að vikur hefur reynzt bezta efnið til þess að einangra þessa heitavatnsleiðslu. Síðan er hitinn seldur eftir mæli, þegar til borgarinnar kemur. Við hinar heitu uppsprettur hefur sprottið upp mikill fjöldi gróð- urhúsa, og þaðan koma suðræn blóm og grænmeti til höfuð- staðarins í bílhlössum á degi hverjum. Ef íslendinga skortir nokkurn skapaðan hlut, þá er það ekki grænkál og tómatar. Hjarta og lífæð Reykjavíkur er höfnin og bryggjurnar. Hér kemur jafnan saman heilmikill floti togara og vélbáta, sem safna hinni ríkulegu uppskeru hafsins, sem umlykur landið. Fiskveiðar og útflutningur fiskafurða eru hyrningarsteinn íslenzks efnahagslífs, og því er höfnin og hafnarmannvirkin hin mikilvægustu. Hér er ýmislegt á rúi og stúi, og annar- legur þefur og heldur ógeðfelldur virðist jafnan liggja hér í lofti. Ef ferðamaðurinn þarf af einhverjum ástæðum að doka við í Reykjavík, þarf honum ekki að leiðast, því að ekki getur hjá því farið, að hann geti skemmt sér við að skoða sig um í höfninni og umhverfi hennar. Á einum stað er verið að skipa fiskfarmi á land, á öðrum liggur eitt af skipum Eimskipafélagsins og verið er að afferma það suð- rænum vörum. Hér liggur brezkur tundurduflaveiðari við hliðina á norsku flutningaskipi og hefur tekið sér hvíld yf11 helgina frá hinum leiðigjarna starfa að hreinsa botn Hval- fjarðar af ýmislegu rusli og hindrunum, sem þar voru skildai eftir á stríðsárunum. Nú kemur freigáta úr hinum konung- lega brezka flota upp að. Hún er hér komin í kurteisis- heimsókn til þess að heiðra fámenna björgunarsvéit á Vest- fjörðum, sem unnið hefur hið frækilegasta afrek við björgtm áhafnar af togara frá Fleetwood, sem strandaði við Vestfirði um hávetur. Sumir vélbátarnir líta út eins og í þeim sé búið allt árið. Þar harigir þvottur á snúru og skreið til þerris-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.