Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 63

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 63
Gömul saga eftir Jón Jónsson Skagfirðing. Þekkti ég ungur þrönga sveit, er þýðir straumar runnu. Hrjóstrum breyttu í blómareit hrosin hennar Gunnu. Saman áttum sumarvist; saman hugir runnu. Hér í hjarta mótaðist rnyndin hennár Gunnu. Ötal fljóð ég önnur veit, sem auðnttþræði spunnu, aldrei sanit ég aðra leit yndislegri en Gunnu. lllar nornir illan þráð örlaganna spunnu, skildar létu í lengd og bráð leiðir okkar Gunnu. Enginn þekkir annars stríð. Okkar hallir brunnu. Bliknuðu sem blóm í hlíð brosin hennar Gunnu. Kyljur fóru unt krappa sveit, í kröpum straumar runnu. Af kuldahrolli í kampinn beit, er kvaddi ég hana Gunnu. Áratugi í aldasjó elfur tímans runnu. í minningunni ei máist þó myndin hennar Gunnu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.