Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 76

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 76
228 EIMREIÐIN Sam bauð Ted rólega að taka sér sæti á ný. Sneri máli sínu því næst eingöngu að gestinum, en lét Megan skæla. „Heyrið þér mig nú, hvað-þér-nú-heitið, nú ætla ég að segja yður eitt . . . Mín vegna megið þér gjarnan taka hana á brott með yður, ef yður sýnist svo. Þetta er tík, en það eru góðar artir í henni — það þarf bara að venja hana. Þekkið þér ekkert til veiðihunda?“ Ted, sem var órðinn fölur í framan, hristi höfuðið. „Ekki það,“ hélt Sam áfram, „þá vitið þér ekki, hvaða aðferð maður notar til að venja þá, en það, sem ég á við, er, að sama aðferðin gildi við þær allar. Maður verður alltaf að þræla íyrir þennan eða hinn. Ég þræla fyrir þá þarna uppi í námunum, og það er nú mín skoðun, að konan verði að leggja allt í sölurnar fyrir manninn sinn. En hún þarna,“ hann benti á Megan með þumalfingrinum, „hún nennir engu, hún gengui' með þá grillu, fjandinn eigi mig, að hún geti haft endaskipti á öllu veraldarlögmálinu eftir sínu höfði, án þess að þurfa að taka tillit til eins eða neins . . . Hvað haldið þér, að henni hafi orðið fyrst fyrir, þegar þeir liöfðu tilkynnt henni, að mér mundi aldrei verða náð upp úr námugöngunum? Hún fór og tók sextíu punda lán út á líftrygginguna mína og hélt síðan rakleitt til Vesturvíkur, án þess henni kæmi til hugar að & sér svarta treyju, hvað þá meira. Svona er hún. Allir í þessu bölvuðu þorpsbæli tala um hana. Og hvers vegna hagaði hún sér sí svona? Einungis vegna þess, að ég skrepp til að horfa á hundaveðhlaupin, þegar ég losna úr stritinu niðri í námunum, í stað þess að nudda mér upp við hana allt kvöld- ið eins og grís, sem vill komast á spenann. Hún er ein af jDeim konum, sem ekki eru í rónni nema þær hafi karlmenn hangandi í pilsfaldinum sí og æ, skiljið þér? Það er einmitt það, skiljið þér, sem verður að venja hana af.----------já, ég vildi bara segja yður þetta áður en það er um seinan.“ Hann gaf gesti sínum, er sat nú sem höggdofa, lymskulegt horn- auga. „En eins og þér vitið, Joá er það nú einu sinni ég, sem hún er gift, og ekki hef ég hugsað mér að fara fram á skiln- að. En ef þér viljið fá hana — þá gerið svo vel og takið hana. Það skal látið afskiptalaust af mér.“ Ted hafði lilustað á alla þessa predikun með undrun og e*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.