Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 85

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 85
RITSJÁ 237 ar á móður sína og folinn livíar og bregður á leik — og jafnvel snjórinn í fjöllunum verður séður í hestliki, þegar vorar. En hjartað hlýðir kallinu, þegar allt um þrýt- ur á liinni steindu götu, í glæsi- húnum herbergjum og við glamp- andi veigar — en þá fyrst. Hið persónulega höfuðvandamál dalabarnsins — barnanna — á möl- tnni verður táknrænt fyrir þjóð, sem raunverulega bjó í afdal um aldir og varð svo allt í einu fyrir því, að elfur tæknilegra undra og æsilegra og örlögþrunginna heims- viðburða steyptist niður í dalinn, svo að ekki þúsundir, heldur tug- þúsundir af börnum hennar bár- ust með flaumnum út í víkur og út á eyrar við flóa og firði.. . Og niundi ekki í rauninni nærri sanni, að þarna séu sjáanleg tengsl við aðalvandamál heims, sem þannig er staddur, að þróun þess ytra er ekki lengur háð skynsamlegri þörf hins innra, heldur eins konar tæknilegri veltu? Hvort mundi svo undarlegt, þó að tengsl finnist milli þeirra höf- Unda, sem þessi vandi hefur öðru fremur mótað? Guðm. Gislason Hagalin. Stefán Jónsson: HLUSTAÐ Á VINDINN. Tólf sögur. ísa- foldarprentsmiðja 1955. Sögurnar í þessari bók eru allar Uljög læsilegar, en í flestum þeirra saknar lesandinn þeirra einkenna a skáldskap Stefáns Jónssonar, sem hugþekkust eru og gera þær bæk- Ur hans, sem eru einkum mótaðar af þeim, mun eftirminnilegri en yntsar þær bækur annarra höfunda, sem meira hefur verið hælt og hærra hossað. Ég á þarna við hinn látlausa ynnileika, þann sannmann- lega brjóstyl, sem oft og tíðum brýzt fram hjá persónum Stefáns — og raunar hjá alþýðu manna — gegnum hrjúfan stakk hversdags- anna og margvíslegrar lífsarmæðu. Efni sumra sagnanna — minnsta kosti eins og- það kemur þar fyrir sjónir — er of léttvægt, sums staðar er of létt á efninu tekið, án þess að úr því verði þá gamansaga, í einni sögunni er því, sem Jtar á að koma fram, auðsjáanlega snið- inn of þröngur stakkur, og í ann- arri kemur til atriði, sem fleygar efniviðinn. Tvær af sögunum bera mjög af hinum. Önnur þeirra heit- ir Far á skýjum, hin Eftirmáli. Far á skýjum sýnir glögga lífsathugun og mikla skarpskyggni á mannlega gerð, með kostum hennar og göll- um. Og höfundi tekst ekki aðeins að gera þær persónur, sem við sjá- um og heyrum í sögunni, ljóslif- andi, heldur fáurn við furðu mikla þekkingu á fólki, sem þessar per- sónur minnast á frekar lauslega og eins og gerist og gengur í samtali. Eftirmáli er allþung, en þó mjög mannleg ádeila á einn þátt þess hégóma, sem kemur þannig fram, að menn stæra fyrir sér þann og það, sem vaxið hefur og þróazt í fjarska. Sagan sýnir einnig töfra sjálfsblekkingarinnar, þessa mikla hamingjuvalds í lífi furðii margra. Guðm. Gislason Hagalín. Jónas Árnason: SJÓR OG MENN. Heimskringla 1956. Jónas Árnason hefur orðið vin- sæll af þáttum þeim, sem hann hef- ur flutt í Ríkisútvarpið, en hann hlaut einnig vinsældir margra af bók sinni Fólk, sem út kom árið 1954. Beztu sögurnar og þættirnir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.