Eimreiðin - 01.05.1962, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN
109
Elzta flagvél Flugfélags íslands.
sarrivinnu við þýzka flugfélagið Lufthansa. En einnig þetta félag
Varð að hætta vegna óhappa og annarra erfiðleika. Á árunum
1931—1937 sást svo engin íslenzk flugvél á lofti, en þrátt fyrir alla
þessa byrjunarörðugleika voru menn ekki af baki dottnir, og
júní 1937 var núverandi Flugfélag íslands stofnað norður á Ak-
Ureyri, aðallega fyrir frumkvæði Agnars Kofoed-Hansens, sem
Varð fyrsti flugmaður félagsins og framkvæmdastjóri. í maí árið
eúir var fyrsta áætlunarflugið flogið milli Reykjavíkur og Akur-
eVrar, en þá hafði félagið eignast litla fjögurra farþega vél, er var
eini farkostur þess um nokkur ár. Árið 1939 hætti Agnar störfum
^já félaginu og við tók Örn Johnson, núverandi forstjóri þess, og
'ar hann bæði flugmaður og framkvæmdastjóri félagsins í nokkur
ar- Vitnar það um, að ekki hafi verið mikil umsvif við rekstur
^lagsins meðan einn og sami maður var hvorutveggja í senn,
,ramkvæmdastjóri og eini flugmaður þess.
(jr En þróunin varð ör, og félaginu óx brátt fiskur um hrygg.
Nú eru í förurn á vegum félagsins 9 flugvélar með sæti
,yrir 450 farþega, og fljúga þær áætlunarflug til 13 viðkomustaða
ln,ianlands og 6 borga erlendis, auk þess sem tvær af flugvélunum