Eimreiðin - 01.05.1962, Blaðsíða 94
182
EIMREIÐIN
á lofti. — En hvað sem um það má
segja, þá er víst, að saga sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga síðustu áratugina fyrir
1918 er enn ekki skráð til hlýtar, og
því er það ómetanlegur fengur að fá
sjálfsævisögu manns, sem stóð í eldin-
um, ekki sízt þegar hún er svo ske-
legglega og skemmtilega skrifuð sem
þessi ævisaga.
Þetta ber ekki að skilja þannig, að
hér sé um hlutlausa frásögn að ræða í
orðsins fyllsta skilningi. Sjálfsævisögur
eru aldrei hlutlausar ef þær eru ein-
hvers virði. Hannes er hvergi í efa um
réttmæti málstaðar síns, hvorki meðan
hann studdi Heimastjórnarflokkinn né
heldur er hann snerist gegn honum og
gekk í lið með andstæðingum Upp-
kastsins. Hann rökstyður fráhvarf sitt
frá Heimastjórnarflokknum á fullnægj-
andi hátt — fyrir honum verður mál-
efnið aðalatriðið en flokkurinn auka-
atriði, og velur því að standa einn
fremur en að ganga á snið við sann-
færingu sína, en það hefur án efa átt
ríkan þátt í að hann hætti afskiptum
af stjórnmálum, því að sýnilega hefur
hann ekki talið sig eiga heima í flokki
Björns Jónssonar, þó að þeir yrðu sam-
herjar í andstöðunni við Uppkastið.
Það er slík málefnaleg afstaða, sem ger-
ir menn að stórmennum.
Hannes Þorsteinsson var hvassyrtur
og hreinn og beinn í blaðamennskö
sinni og lét ekki hlut sinn fyrir nein-
um. Það kemur fram í ævisögunni, að
enda þótt hann styddi stjórn Hannesar
Hafsteins framan af, var hann engan
veginn tilbúinn til þess að verja gerð-
ir hennar i einu og öllu og hafnaði um-
svifalaust sérhverri málaleitun í þá átt.
Ekki verður því neitað, að dr.
Hannes er ærið dómharður um ýmsa
stjórnmálaandstæðinga sína, og það
jafnvel svo, að úr hófi keyrir sumstað-
ar. En gæta verður þess, að dómarnir
miðast eingöngu við stjórnmálalega
framkomu þeirra. Þeir dr. Valtýr Gu
mundsson, Jón Ólafsson og E’
Hjörleifsson Kvaran fá ómilda dóni‘
Hann snerist strax gegn „Valtýskun^
og beitti áhrifum blaðs síns til þesS
kveða hana niður. Ennfremur snerl
hann gegn starfsemi Ameríkuage ^
anna svonefndu, sem fóru hér eins o
logi yfir akur á árunum knug 1
aldamótin, og sannaði þar með þj
rækni sína. Átti hann þar samsl
með Benedikt Gröndal, sem hann
töðu
ann-
lenti
ars dæmir fremur óvægilega, og ^
í liörðum deilum við Jón Ólafsson ‘V
Einar Hjörleifsson. En öflugasti an
stæðingur Þjóðólfs var auðvitað
fold undir stjórn Björns Jónssona1-
Segir dr. Hannes frá ótalmörgum SI1^
atriðum, sem varpa ljósi yfir men11
málefni þessara tíma. Nokku
beiskju kennir sumstaðar í lýsing1^
hans, en annarsstaðar sér hann at
haru*
in í ljósi notalegrar kímni, sem *
virðist hafa verið gæddur um r‘l
marga aðra stjórnmálamenn. .g
Hér hefur mest verið dvalið '
stjórnmálahliðina á þessum en ^
minningum, enda eru stjórnmál111 I
fyrirferðamest. En bókin hefur ein” ^
að geyma glöggar lýsingar á skóla1
i Latínuskólanum og kennurum n
bæjarbrag í Reykjavík, ferðalögn
höfundar norður í land, en þan.^_
fór hann í kaupavinnu, og ír* ‘ ^
unum hans, sem hann hóf snemma^
stundaði æ síðan samfara nánu °g £
fangsmiklu blaðamannsstarfi- Og P j
fyrir allt verður það án efa
mennska dr. Hannesar, sem ^
halda nafni hans lengst á lofti- Þa
ur furðu, að hann skyldi ekki hafa^^^
ið sjálfsagður til þess að takazt a ^
ur prófessorsembætti við hásK
þegar við stofnun hans, að þeim n1 ^
um ólöstuðum, sem voru teknu
yfir hann. Síðar sýndi Iiáskólinn
um þá verðugu sæmd að kjósa