Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 22
10 EIMREIÐIN V. Sú tegund guðfræðilegrar bjartsýni, sem stundum hefur verið talað um með trega og beiskju yfir því, að verri fræði manna, er ekki hafi verið gæddir ýturhyggju aldamótanna, hafi glatað henni, var aldrei annað en bergmál frá umhverfinu. Trúin á manninn var undirstraumur hinnar almennu lífskenndar, þ. e. trúin á fram- farirnar, er ekki gæti brugðið til beggja átta um stefnu og árang- ur. A. Toynbee bendir á það (An Historians Approach to Religion bls. 231), að á þessu skeiði hafi rnenn gengið út frá því sem gefnu, að hver viðauki við vald mannsins Iilyti að vera blessun, hjól vest- rænnar siðmenningar voru komin á sporbraut, sem lá fram og upp endalaust og óhugsandi, að þau gætu hrokkið út af sporinu. Auk- inn hraði lestarinnar gat ekki leitt til annars en að mannkyni skil- aði því skjótar áleiðis til fullkominna kjara, þekkingar og dyggða. Menn voru hættir að reikna með hinum demónísku þáttum mann- legs eðlis (the demonic element in human nature). Þessi barnalega oftrú var sprottin og borin uppi af tæknilegum framförum, útþennslu hvítra yfirráða og fjárgróða með skefjalitlu arðráni. Hún var studd af tiltölulega löngu styrjaldahléi, frið- samlegri sambúð stórvelda, meðan þau töldu sig hafa svigrúm hvert fyrir öðru til þess að koma sér fyrir sem nýlendu- og við- skiptaveldi. Hún hlaut að reka sig á og gerði það harkalega. Stefán Zweig og margir fleiri eru góðir heimildarmenn um það, hve heimsstyrjöldin fyrri var óvænt opinberun, hvað rnenn höfðu ver- ið grandalausir um það, að hin hvíta framsókn gæti átt það til að bregða sér í slíkan ham. Það kom eins og reiðarslag, að rnann- leg framför var ekki eins örlögknúin og menn höfðu trúað, mann- eskjan gat fundið upp á því að nota dýrkeypta og verðmæta þekk- ingu, dásamlega getu og tækni til ills, sjálfri sér til bölvunar. Of- trúin hefndi sín, eins og oftast verður, víman snerist í velgju. Ann- að átti þó eftir að koma á daginn áður langt leið, sem varð enn harðari hnekkir fyrir hillingar aldamótanna. En bókmenntir milli- stríðsáranna sýna, hvaða bjartsýni var eftir, þegar manntrúin hafði prófazt í eldi styrjaldarinnar. Engin bók varð þó frægari en sú, sem heimspekingurinn Oswald Spengler gaf út, þar sem hann vildi leiða rök að því, að feigðin sækti að Vesturlöndum. Vildi hann sætta menn við þá tilhugsun, þar eð um lögmál væri að ræða, örlög, sem ekki yrðu umflúin. Hin glampandi grunnlygna aldamótaskeiðsins, sem blasti við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.