Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Side 36

Eimreiðin - 01.01.1963, Side 36
24 EIMREIÐIN Þetta var lítil stofa og var þar ekki annað inni en uppbúið rúm, borð á miðju gólfi, nokkrir stólar og kommóða i einu horninu. A kommóðunni stóð postulínshund- ur, hvítur með gylltum rósum. Það var kalt og hráslagalegt inni og ein- hver óyndisbfær yfir öllu. Hjörtur var þreyttur eftir langt ferðalag og hugði gott til hvíldar- innar, enda víst ekki um neitt annað að ræða á þessum ömurlega stað, en að gera sér langa nótt. Hann var sársvangur, hafði ekki bragðað mat, svo að heitið gæti, frá því snemma um morguninn, en samt lá við, að hann kysi fremur að lara matarlaus í rúmið en þurfa að sjá framan í gömlu konuna aftur, svo mikinn kulda fannst honum leggja frá henni. Hjörtur skildi ekkert í sjálfum sér. Hvað gekk annars að honum í kvöld? Hann var þó ekki vanur að finna sérlega mikið til fínu lauganna. Nú kom gamla konan inn með stóran bakka hlaðinn diskum með alls konar kjarnafæðu, sem hún raðaði á borðið fyrir framan hann. Það kom vatn í munninn á hon- um við að sjá allan þennan ágæta mat, en það lá við, að hann missti matarlystina aftur, þegar honum varð litið á gömlu konuna. Hún horfði á hann köldum, starandi augum, og kringum munninn, sem hún klemmdi fast aftur, voru djúp- ir sársaukadrættir. Hann leitaði í huganum að ein- hverju heppilegu umræðuefni, en aldrei þessu vant fann hann ekki neitt. Það mátti þó alltaf segja eitthvað um tíðarfarið. Hann ræskti sig, hálf vandræðalega. En þá hafði konan lokið við að raða á borðið og bauð honum að gera svo vel í svo háum rómi, að liann hrökk í kút. Að því búnu fór hún leiðar sinnar. Hirti stórlétti, og hann byrjaði undir eins að borða, en matarlystin var ekki eins skörp og hann hafði búizt við. Það var líka einhver fjárans drungi í höfðinu á honum, bezt að komast sem fyrst í rúmið og sofa það úr sér. Hann var hættur að borða fyrir góðri stundu, þegar gamla konan kom inn aftur. — Maðurinn hefur ekki verið svangur, sagði hún, eins og út í bláinn, og svo er rúmið þarna til- búið, bætti hún við. Hún raðaði diskunum á bakkann og hélt til dyranna, en þar sneri hún sér við og horfði á Hjört þess- um köldu, útbrunnu augum og sagði: — Maðurinn er auðvitað ekki myrkfælinn? Myrkfælinn. Hjörtur hló, en varð þó hálf ónotalega við. Ég veit ekki, hvað myrkfælni er, sagði liann hressilega. — Nei, auðvitað ekki, sagði gamla konan og færði sig einu skrefi nær honum. Myrkfælni er ekki annað en taugaveiklun. Hún færði sig enn ofurlítið nær honum. — Þetta er líka allt hugar- burður. Hér heyrast aldrei nein annarleg hljóð. Aldrei heyri ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.