Eimreiðin - 01.01.1963, Page 42
30
EIMREIÐIN
víta, hvað þetta voðalega fólk gat
tekið fyrir.
Kerlingin var eitthvað að tala
um endurgjald og réttlæti. Hvers
var að hefna? Ekki hafði hann
clrepið Rósu. Og hvernig gat hún
líka talað við hann, ef hún var
dauð?
Hann greip dótið sitt og hentist
út úr stofunni. Það var dimmt í
göngunum. Einhvers staðar heyrð-
ist marra í hurð og þunglamalegt
fótatak færðist nær. Hjörtur fálm-
aði eftir útidyrahurðinni í dauðans
ofboði, og honum tókst að opna.
Til allrar hamingju kom hann
auga á hnakkinn sinn og beizlið
úti fyrir dyrunum, og hann þreif
það með sér og hljóp niður trað-
irnar. Hestarnir hans voru á beit
við túnfótinn, svo að það tók hann
ekki langan tíma að komast á bak.
Hann þeysti svo af stað og hugsaði
um það eitt að losna sem fyrst
undan þessari skelfilegu martröð.
Allt í einu heyrði hann hófadyn
að baki sér. Skyldi honum vera
veitt eftirför? Hann neyddi sig til
þess að líta um öxl, en sá þá ekki
annað en húsin í Bakkakoti, sem
risu ógnþrungin í auðnarlegu um-
hverfinu.
☆ ★ ☆
Urval úr ritgerðum Laxness á dönsku
Meðal 107 bóka á útgáfulista Gyldendals í Kaupmannahöfn á fyrri
hluta þessa árs, er ritgerðasafn eftir Halldór Kiljan Laxness. Þetta er
úrval úr ritgerðum Laxness, bæði úr bókum, blöðum og tímaritum,
og hefur Erik Sönderholm, fyrrverandi lektor við háskólann hér, gert
þýðinguna og valið ritgerðirnar. Bókin á að koma út í aprílmánuði
og verður um 100 blaðsíður að stærð. Hún heitir á dönsku: De is-
landske Sagaer og andre Essays.
Af öðrum bókum, sem koma út hjá Gyldendal um þessar mundir
má nefna Teatrets Kunst, endurminningar Poul Reumerts, sem gefin
er út í tilefni af áttræðisafmæli Reumerts, 26. marz. Bókin er 136
lesmálssíður, auk 32 myndasíðna.
Þá koma út hjá Gyldendal á fyrri hluta ársins nokknr frumsamin
verk ungra, danskra höfunda, þar á meðal tvær nýjar skáldsögur. Önn-
ur heitir Besöget, eftir 23 ára Árósarbúa, Áge Madsen, en hin er eftir
Heinrich Rasmussen og heitir Den korte Frist, og er hans fyrsta skáld-
saga. Ennfremur eru á útgáfulistanum mörg þýdd skáldverk, þar á
meðal ný bók eftir nóbelsverðlaunahöfundinn John Steinbeck, Pa Rejse
med Charley.