Eimreiðin - 01.01.1963, Page 54
42
EIMREIÐIN
stund. Þessi ár verður henni þungt
í huga af styrjöldinni, sem geysar
og trúmálin leita meir og meir á
luiga hennar. Henni fæddist dóttir,
en þau örlög biðu hennar, að vera
andlega vanheil og oft veik þau
rösk tuttugu ár, sem hún lifði. Það
var kalt í húsinu um veturinn og
Sigrid Undset var þreytt, rnjög
þreytt. Vorið 1916 fluttu þau í
betra húsnæði og þá ákvað hún að
taka stjúpbörnin til sín. Þau voru
öll á skólaskyldualdri og Sigrid fór
alltaf á fætur klukkan sjö til að
sjá um, að þau kæmust af stað í
skólann og eítirmiðdagana sat hún
hjá þeim og iylgdist með nárni
þeirra. Þar að auki sinnti hún sín-
um eigin börnum og alltaf jukust
áhyggjur hennar af telpunni. Samt
reyndi hún að skrifa eitthvað dag-
lega eftir hádegismat. Hvíld fékk
hún aldrei, en viljinn var óbugandi.
Jólaundirbúningurinn var mikill
og alla ævina gaf hún öllum skyld-
mennum og vinum jólagjafir.
Sigrid Undset bjó í sömu íbúð-
inni næstu þrjú ár og munu þau
hafa verið með þeim erfiðustu í
ævi hennar. Litla telpan var oft
með krampaflog og varð að fara á
sjúkrahús. Yngsti stjúpsonurinn
var ekki alveg heilbrigður og átti
erfitt með að fylgjast með í skólan-
um. Hún hafði sömu stúlkuna sér
til aðstoðar og var það henni ómet-
anlegt. Hana dreymdi um þann
munað að fá einhverntíma barn-
fóstru. Oft vakti hún heilu næturn-
ar yfir dótturinni. Samt gaf hún út
skáldsögur, ritaði greinar og flutti
erindi. Næsta sumar fór hún með
börnin upp í sveit og fékk unglings-
stúlku til að líta eftir Jjeim og sat
við skriftir vissan tíma hvern dag.
Sumarið var heitt og hún sagðist
oft óska, að sín eina ástríða væri
að bródéra og liekla, en ekki að
fást við skriftir.
Um þessar mundir segir hún í
bréfi til vinkonu sinnar í tilefni af
nýútkominni skáldsögu, sem fjall-
aði á rómantískan hátt um ættar-
bönd, að slík skrif fari í taugarnar
í sér. Sá, sem sé í sannleika ætt-
rækinn, geymi í brjósti jafn and-
stæðar tilfinningar og Jreir sönnu
ættjarðarvinir eða heilbrigð rnóðir.
Þeir séu stundum sárgramir ætt-
ingjunum og þreyttir á börnum
sínum og Jrað sé aðeins Jregar menn
standi andspænis ógæfu og mótlæti,
sem sterk kærleiksbönd opinberist
milli Jæssara aðila. Um Jjessar til-
finningar sé ekki hollt að tala of
mikið. Unt móðurástina sé búið að
rausa svo lengi og þyrla upp ósann-
indavaðli um hana, að nú geti
börn ekki lengur grátið móður sína
úr helju, já, ekki einu sinni úr
faðmi ókunnugs manns.
í ársbyrjun 1919 varð fjölskyldan
enn að hafa bústaðaskipti. Svar-
stad hafði keypt hús, en Jrað losn-
aði ekki strax og því leystu þau upp
heimilið, sendu stjúpbörnin í fóst-
ur, en Sigrid fór með sín börn á
gistihús í Lillehammer. Þar tókst
henni að leigja hús — til bráða-
birgða að hún sjálf hélt.
Hún ætlaði að fá lærða barn-
fóstru og hjálparstúlku, því hún
átti von á barni. En stúlkurnar
brugðust og hún var ein með