Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1963, Page 54
42 EIMREIÐIN stund. Þessi ár verður henni þungt í huga af styrjöldinni, sem geysar og trúmálin leita meir og meir á luiga hennar. Henni fæddist dóttir, en þau örlög biðu hennar, að vera andlega vanheil og oft veik þau rösk tuttugu ár, sem hún lifði. Það var kalt í húsinu um veturinn og Sigrid Undset var þreytt, rnjög þreytt. Vorið 1916 fluttu þau í betra húsnæði og þá ákvað hún að taka stjúpbörnin til sín. Þau voru öll á skólaskyldualdri og Sigrid fór alltaf á fætur klukkan sjö til að sjá um, að þau kæmust af stað í skólann og eítirmiðdagana sat hún hjá þeim og iylgdist með nárni þeirra. Þar að auki sinnti hún sín- um eigin börnum og alltaf jukust áhyggjur hennar af telpunni. Samt reyndi hún að skrifa eitthvað dag- lega eftir hádegismat. Hvíld fékk hún aldrei, en viljinn var óbugandi. Jólaundirbúningurinn var mikill og alla ævina gaf hún öllum skyld- mennum og vinum jólagjafir. Sigrid Undset bjó í sömu íbúð- inni næstu þrjú ár og munu þau hafa verið með þeim erfiðustu í ævi hennar. Litla telpan var oft með krampaflog og varð að fara á sjúkrahús. Yngsti stjúpsonurinn var ekki alveg heilbrigður og átti erfitt með að fylgjast með í skólan- um. Hún hafði sömu stúlkuna sér til aðstoðar og var það henni ómet- anlegt. Hana dreymdi um þann munað að fá einhverntíma barn- fóstru. Oft vakti hún heilu næturn- ar yfir dótturinni. Samt gaf hún út skáldsögur, ritaði greinar og flutti erindi. Næsta sumar fór hún með börnin upp í sveit og fékk unglings- stúlku til að líta eftir Jjeim og sat við skriftir vissan tíma hvern dag. Sumarið var heitt og hún sagðist oft óska, að sín eina ástríða væri að bródéra og liekla, en ekki að fást við skriftir. Um þessar mundir segir hún í bréfi til vinkonu sinnar í tilefni af nýútkominni skáldsögu, sem fjall- aði á rómantískan hátt um ættar- bönd, að slík skrif fari í taugarnar í sér. Sá, sem sé í sannleika ætt- rækinn, geymi í brjósti jafn and- stæðar tilfinningar og Jreir sönnu ættjarðarvinir eða heilbrigð rnóðir. Þeir séu stundum sárgramir ætt- ingjunum og þreyttir á börnum sínum og Jrað sé aðeins Jregar menn standi andspænis ógæfu og mótlæti, sem sterk kærleiksbönd opinberist milli Jæssara aðila. Um Jjessar til- finningar sé ekki hollt að tala of mikið. Unt móðurástina sé búið að rausa svo lengi og þyrla upp ósann- indavaðli um hana, að nú geti börn ekki lengur grátið móður sína úr helju, já, ekki einu sinni úr faðmi ókunnugs manns. í ársbyrjun 1919 varð fjölskyldan enn að hafa bústaðaskipti. Svar- stad hafði keypt hús, en Jrað losn- aði ekki strax og því leystu þau upp heimilið, sendu stjúpbörnin í fóst- ur, en Sigrid fór með sín börn á gistihús í Lillehammer. Þar tókst henni að leigja hús — til bráða- birgða að hún sjálf hélt. Hún ætlaði að fá lærða barn- fóstru og hjálparstúlku, því hún átti von á barni. En stúlkurnar brugðust og hún var ein með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.