Eimreiðin - 01.01.1963, Síða 62
Börn og peningar
Eftir
Guöjón Jónsson, forstöðumann Sparifjársöfnunar skólabarna
Eitt mesta vandamál okkar
flestra, daglegt vandamál, er það,
hvernig við eigum að hafa í okkur
og á, livernig við eigum að aila
okkur peninga og láta þá duga fyr-
ir nauðsynjum.
Engin mál eru meira rædd en
einmitt þessi mál, — fjármálin.
Samt er iurðulega hljótt um sum
þau atriði, sem ef til vill ráða
mestu um ijárhagslega velierð
hverrar kynslóðar, þ. e. a. s. um
þá undirstöðu, sem kynslóðinni er
iengin í uppvextinum, — um
vandamálið börn og peningar.
Þetta hljóð þarf að rjúfa. Þessari
grein er ætlað að verða einn lítill
steinn í grundvöll nýrra umræðna,
þar sem menn taka til máls á
mannamótum, heimilum eða á
förnum vegi og ræða rndl málanna.
Þó að ég segi hér mál málanna, á
ég að sönnu ekki við að peningar
eða fjárhagsai'koma sé það, sem
skiptir okkur mestu máli, þegar
dýpra er skyggnzt. En um þetta
snýst samt sem áður líf okkar, —
tal okkar, starfsorka og áhugi, í svo
ríkum mæli sem við öll vitum,
enda verður að uppfylla vissar lág-
markskröfur um fjárhagsafkomu,
lil þess að aðrir hlutir öðlist nokk-
urt gildi.
Nú er það svo, að góð fjárhags-
afkoma fer ekki fyrst og fremst eltir
tekjum, heldur hlutfallinu milli
tekna og gjalda. Tveir einstakling-
ar eða tvær jafnstórar fjöiskyldur
með sömu tekjur komast einatt
nijög misjafnlega vel af — vegna
þess að annar aðilinn kann betur
að láta tekjurnar hrökkva fyrir út-
gjöldum. Þetta er iist, sem sumum
virðist í blóð borin, en í raun og
veru þurfa allir að leera hana. Og
þar er kornið að kjarna málsins.
Er hægt að leera að verða ríkur?
Við skulum heldur orða spurning-
una á annan hátt: Er hægt að
kenna fólki ráð til að bæta afkomu
sína?
Já, þetta er hægt. Og þetta virðist
jafnskyit að kenna eins og lestur
og skrift. Kennsla í lestri og skrift
hefur unnið sér hefð í sérhverju
menningarlandi sem hinir sjálf-
sögðu hlutir. Hvers vegna? Til
hvers? Til þess að einstaklingurinn
eigi hægara með að sjá sér larborða
í þessari veröld, til þess að hann