Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 71
EIMREIÐIN
59
um þjóðfélaginu undir forystu iðn-
verkamanna. En hann rannsakaði
aldrei sósíalistíska kenningu sem
slíka. Mörkin milli Rousseau-isma
°g sósíalisma voru óljós.
Vorið 1884 skrifaði Strindberg
uui >,draumsýnarríki“ Quidings og
kvað það andstætt sér, „þar sem
það deyðir andlegt frelsi“ (Saml.
V' 16, 44). En í júní sama ár skrifar
hann Per Staaff: „Ég er þegar orð-
mn sósíalisti".
í hvaða merkingu notar Strind-
berg orðið sósíalisti?
í júlí 1884 las Strindberg skáld-
sogu rússneska útópíu-sósíalistans
' Tsérnísefskí „Hvað ber að
geraí“ j þýzkri þýðingu. Strind-
íerg minnist á þessa skáldsögu í
bréfi frá 27. júlí 1884 til bókaút-
gefandans Claés Looström. Þar seg-
lr oi. a.:
j -Þekkir þú „Was thun?“ („Hvað
gera?“), eina markverða
s áldsagan eftir níhilistann N. G.
. .^uhefskí. ... Náðu í hana og
a U ,g°®an þýðanda, þá gerirðu
e • Ég er einmitt að lesa hana
nuna> °g hef aldrei fyrr lesið neitt
sambæriiegt“ (Brev, IV, 277).
, ' rin 1884—1885 minnist Strind-
^erg oft ý Tsérnísefskí í bréfum til
„|na Slnna: Bonniers, Looströms,
‘ aalfs, Jónasar Lie, Verners von
Heidenstam o. fí.
^fargsinnis hvetur Strindberg
^ooström til þess að gefa „Hvað
^er að gera?“ út á sænsku. Bókin
°m út hjá útgáfufyrirtæki Asker-
bergs 1885.
of;Vessum tlma Istur Strindberg
hnfningu sína á bók Tsérnísef-
skís í ljós. Hann skrifar t. d. Jónasi
Lie þann 30. ágúst 1884: „Þessi
skáldsaga hefur opnað nýtt tímabil
á rithöfundarferli mínum. Lestu
hana!!! Hún hefur kennt mér eftir-
farandi: Að gagnrýni dugir ekki
meir. Við höfum fengið nóg! Að
við verðurn að fara að draga upp
mynd af framtíðinni. Að ef við ríf-
um grunninn, þá falla reykháfarn-
ir af sjálfum sér. Að hið jákvæða
verður að hefja sókn. Að mennina
skal sigra með tilfinningum. .. . Að
kenningarnar koma fyrst, síðan
draga menn ályktanirnar sjálfir"
(Brev, IV, 312).
Draga ber í efa, að bók Tsérnís-
efskís hafi skipt sköpum í ævi
Strindbergs. En nokkur áhrif mun
hún hafa haft á hann. Alhugum
það nánar.
Hrifning Strindbergs á bók
Tsérnísefskís mun ekki sízt eiga rót
sína að rekja til þess, að í henni
f'ann Strindberg niargar hugmynd-
ir, sem hann hafði aðhyllzt áður.
Erik Hedén segir í bók sinni um
Strindberg (1926), að sósíalismi
hans hafi fengið rússneskan svip1).
Hrifning Strindbergs á Tsérnís-
efskí mun fyrst og fremst eiga rót
sína að rekja til sameiginlegs dá-
lætis þeirra beggja á Rousseau.
Tsérnísefskí studdist mjög við
Rousseau. í bókinni „Hvað ber að
gera?“ ræddi hann t. d. um jafn-
rétti og réttindamál kvenna. Hann
tilfærir þá beinlínis orð Rousseau
1) Sjá Knut Backström: Arbetarrör-
elsen i Sverige, 1958, 250.