Eimreiðin - 01.01.1963, Page 86
74
EIMREIÐIN
hug að nola dýjamosa í stað um-
búða.
Séra Jón tók að sér að svæfa
sjúklinginn og tókst það ágætlega.
Aðgerðin gekk greiðlega hjá Guð-
mundi án Jress að nokkuð bæri út
af. Dagurinn varð víst merkisdag-
ur fyrir þá báða. Guðmundur
Hannesson hafði unnið sitt fyrsta
læknisverk, Jtó að mikið vantaði á
að hann væri fulllærður, og séra
Jón hafði í fyrsta sinn verið við
handlæknisaðgerð, en hann mun
hafa langað mikið til Jress að læra
læknisfræði, þó Jrað yrði úr, að
hann gengi á prestaskólann.
Þetta Jrótti mikið þrekvirki af
ungum læknanema og flaug um
alla sveitina, en Hannesi karlinum
á Eiðstöðum þótti lítið til koma og
húðskammaði son sinn. Hann hefði
engan rétt til að framkvæma neitt
læknisverk, hvað þá að ráðast í
svo mikla aðgerð, og ef illa færi,
mætti refsa honum fyrir Jrað!
Faðir minn komst til fullrar
heilsu. Hann vann alla algenga
sveitavinnu fram á elliár og reri
stundum til fiskjar á árabátum,
en aldrei eignaðist hann vandaðan
tréfót, en bjargaðist við Jtann, sem
hann smíðaði sér sjálfur.
Guðmundur Hannesson var uppi
á því tímabili, sem ávallt mun tal-
ið verða mesta framfaratímabil ís-
lenzku þjóðarinnar. Með læknis-
starfi sínu, kennslu sinni við liá-
skólann og brautryðjandastarfi
sínu í húsagerð átti Guðmundur
Hannesson mikinn og veglegan
þátt í Jressum framförum.
Það sem einkenndi Guðmund
Hannesson framar öðru, var Jrað
hve vitur og fróður hann var og
fullur af góðurn vilja til Jress að
verða Jtjóð sinni að gagni. Þeir,
sem Jrekktu hann, vita vel, að hann
var einhver merkasti íslendingur,
sem uppi var á sínum tíma, að
hann kom mörgu góðu til leiðar
fyrir Jtjóð sína, einkum í heilbrigð-
ismálum og húsagerðarlist, en lengi
mun líka verða minnzt framlags
hans til sjálfstæðisbaráttu vorrar og
ekki sízt til skipulagsmála, sem fyrst
\oru tekin upp að frumkvæði hans.
Nú eru Húnvetningar að vinna
að Jjví að Guðmundi Hannessyni
verði reistur minnisvarði á fæðing-
arstað hans, Guðlaugsstöðum í
Blöndudal. En hvar er skurðarhníf-
urinn hans séra Jóns og bandsögin
hans föður míns. Auðvitað, Jrví mið-
ur, hvorttveggja týnt og trölhun
gefið fyrir löngu, um jjað er reynd-
ar ekkert hægt að segja. En mig
dreymir um það, að gamla, fræga
Nesstofan úti á Seltjarnarnesi, Jrar
sem fyrsti lærði læknirinn á íslandi
bjó, Bjarni Pálsson landlæknir,
verði gerð að sjálfseignarstofnun
og þar komið fyrir sögulegu safni,
er sýni uppruna og þróun lækna-
menntarinnar á landi voru.