Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 41
ÉIMRE1ÐIN
29
— Jú, hér er hann. Hvað get ég gert fyrir yðnr? svaraði ég og
liauð stúlkunni sæti gegnt mér við skrifborðið.
— Ég heiti Ásdís og á heima úti á landi. Er nýkomin hingað til
bæjarins - og langaði til að hafa tal af einhverjum, sem fæst við
blaðamennsku eða titgáfu — og ritstörf.
Röddin var óstyrk, næstum hvíslandi, eins og hér væri um v ið-
kvæmt trúnaðarmál að ræða.
Ég kinkaði kolli og beið el'tir frekari skýringu á erindinu.
— Mig langar til að sýna yður — já, biðja yður að lesa þelta ylii.
sem ég er hérna með á blaði. Það er — það er kvæði — eða tihaun
til að — koma saman kvæði, stamaði stúlkan — og roðnaði ut undii
eyru. Hi'in tók sér sýnilega nærri að stynja þessu upp.
— Látið mig sjá. Er það eftir yður?
— Já, jú, eiginlega er það nú eftir mig. — Það er að segja — þetta
kemur stundum yfir mig, ég veit ekki hvernig, — en ntér finnst ég
endilega verða að koma einhverju á blað. Það er — ja, — það er eitt-
hvað ósjálfrátt, sem ég ræð ekki við.
Og stúlkan rétti mér samanbrotið bláð, sem ht'in sotti í barm sinn.
— Já, það eru margir með þessu marki brenndir, einkum í æsku,
að þeini finnst þeir þurfa að yrkja. En svo venst þetta oftast af með
aldrinum, sagði ég hughreystandi, braut upp blaðið og leit á það,
sem á því stóð.
Þetta var kliðmjúkt ljóð um æsku og vor og unga ást, sem er að
vakna, ritað með blýanti á bláleita pappírsörk, slafagerðin viðvan-
ingsleg, en fíngerð, orðavalið hnitmiðað, livergi væmni, tilgerð né
smekkleysa, hátturinn mjúkur og niðandi, eins og lind í blómum
skreyttri fjallshlíð, með útsýn yfir unaðsfagra sveit undir bláum
himni og baðaða í sólskini. Þetta var reglulega fallegt kvæði.
— Halið þér fengizt við þetta lengi — að yrkja? spurði ég, án þess
að láta á mér sjá nokkur svipbrigði.
— Síðan ég man fyrst eftir mér, svaraði stúlkan.
— Og hvað eruð þér gömul?
— Seytján ára.
— Og hvernig byrjaði þetta?
— Ja, það byrjaði nú eiginlega fyrir alvöru, þegar ég beyrði
sönginn í fyrsta sinn.
— Sönginn — hvaða söng?
— Jú, sjáið þér til, ég vakti yfir túninu heima, þegar ég var lítil,
stuggaði fénu, sem í túnið sótti, alla leið upp fyrir Neðri-dranga