Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 42
EIMREIÖTN
30
öðru hvoru ;í næturnar, en hóaði öllu frá alla leið upp í Álfadal á
morgnana um leið og ég rak kýrnar. Ég lék mér oft tímunum sarnan
þarna uppi í dalnum, — og þar heyrði ég sönginn fyrst. En svo
liætti ég að vaka yfir túninu og reka kýrnar, — og eftir það kom ég
æ sjaldnar upp í dal. En söngurinn fylgdi mér alltaf öðru hvoru,
einkum þegar ég var ein, og ég var alltaf að reyna að lýsa því, sem í
honum fólst, eins og ég reyndi strax, þegar ég heyrði hann í fyrsta
sinn. Ég gat ekki annað.
— Já, en hvaðan kom þessi söngur?
— Fólk trtiði því, að Imldufólk ætti heima í Álfadal, — enda
hendir nafn dalsins til þess, að svo sé. Ég var ekki í miklum vafa um
að það ætti þarna heima. Það eru svo einkennilega mynduð kletta-
belti í brekkum dalsins, alveg eins og lnisaþil í löngum röðum og
þarna undir klettunum lá ég oft og hlustaði, hvort ég heyrði ekki
í huldufólkinu í dalnum.
— Og heyrðuð þér svo nokkuð?
Það var kominn ákafi í rödd Ásdísar. Allt hik var horfið — og
það var eins og lnin hefði gleymt stund og stað.
— Sjálfsagt hef ég alltaf heyrt eitthvað, þó ekki svo glöggt, að ég
gæti verið viss um, að það væri frá huldufólkinu. En svo var það
kvöld eitt í ágúst, að ég var stödd uppi í dal að sækja kýrnar. Veðrið
var dásamlegt, aðeins tekið að rökkva, léttur blær ofan úr f jöllunum,
sól roðaði hæstu tinda, en húm í dalnum. Ég hafði gleymt mér við
að horfa á blómabreiðurnar í brekkunum, fjólur, blágresi og fagur-
blóm — og á flögrið í fiðrildunum, sem voru að búast til hvíldar
undir nóttina. Þá heyrði ég margraddaðan söng ofan úr dalnum.
Þessi söngur bergmálaði í fjöllunum og fyllti allan dalinn. Stundum
var hann eins og stormjrytur, stundum eins og örveikt hvísl. Eg get
ekki lýst honum eins og hann var, en hann fyllti mig óttablandinni
hrifningu. Ég sat eins og bergnumin og hlustaði, gleymdi stund og
stað undir þessum söng, sem stundum líktist voldugum orgeltón-
um, undirleik að söngkór, margrödduðum og mikilfenglegum------.
Ásdís jragnaði snögglega og eins og hún rankaði við sér. llr svip
hennar mátti lesa, að nti væri hún víst búin að tala alltof mikið yfir
bráðókunnugum manni, sem hún hefði aldrei áður séð og þekkti
ekki neitt. En ég lét. sem ekkert væri og sagði hinn rólegasti:
— Og svo fóruð þér að yrkja upp úr þessu?
— Nei, nei, ég var víst byrjuð á því áður. En eftir þetta fannst
mér ég verða að halda áfrant. Einhver ósjálfráð þörf knúði mig til