Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 77
GUTTORMUR GUTTORMSSON OG SKALDSKAPUR HANS
57
GUTTORMUR KVADDUR
Hnípinn skógur höfði drýpur,
hrunin eikin sterk að mold.
Gráttu son þinn, feðrafold!
Arf þinn har hann innst í hjarta,
ásýnd mótuð þínum svip,
brimi skyld hans gígjugrip.
Málið þrungið fossaföllum
féll að ós í ljóðum hans,
elfarniður ættarlands.
Þína tign og fegurð frægði,
feðrajörð, í dýrum óð,
sótti til jnn söngvaglóð.
Sannleiksástin brann í barmi;
blikar um hans ljóðahlyn
aldar nýrrar árdagsskin.
Þökkum kvæðin, hjartaheitu,
himinfleygan vængjaþrótt.
Gamli vinur, góða nótt!
RICHARD BECK
hann bíður eftir innblæstri. Hann verður að moka flór, sitja á
rakstrarvél, gefa skepnunum, hugsa, yrkja. Mér er óhætt að full-
yrða, að Stephan G. hafi ort meira við vinnuna úti við en margir
halda. Dóttir hans sagði mér einhvern tíma, að hann haíi stund-
um komið hlaupandi heim, hripað niður á blað fáein orð eða setn-
ingu, sem hann viidi ekki gleyma, og svo út aftur. Hann var mikill
starfsmaður og vann baki brotnu, það er rétt. En við skulum ekki
gleyma því, að hann átti góða konu, já, skörung, og hún leit eitir
búinu.“
Guttormur var einnig ágætlega kvæntur, eins og fyrr getur, og