Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 33
ÚR RRIÍFUM DAVÍÐS STF.FÁNSSONAR 13 ur um sjálfan mig lief ég margar heyrt, bæði sannar og lognar; sann- leikurinn er þó, að ég drekk lítið ... I>að þarf mannkærleika til að lækna andlega bresti; það þarf nærgætni og stillingu til að segja mönnum til syndanna svo, að það haíi nokkur áhrif . .. Menn smána þann sem drekkur sig um of ölvaðan ... en hversu miklu fremur eru þeir ekki smánar verðir, sem ræna mannorði annarra og eru sníkjuplöntur á annarra syndum .. . I>að er á engan hátt hámark svívirðunnar að liggja fullur á götunni, þó að því sé auðvitað ekki bót mælandi. . . Ég veit það að ég hef oft hryggt vini mína, og e. t. v. hef ég ekkert sem getur afsakað gjörðir mínar. Af öllu hjarta get ég beðið þá að fyrirgefa mér. En að geðjast öllum, það hef ég aldrei kosið né ætla mér að reyna. Ég tek bendingum þínum og annarra góðra manna með þökkum, en met þó dóma minnar eigin samvizku svo mikils að ég verð að hlýða þeim öðru fremur. Hvað sem kvæðum mínum líður þá hef ég orkt eins og mér var eðlilegt — kvæði mín eru blóð af mínu blóði og sál af minni sál. Ég hef aldrei viljað vera málsvari siðleysis né svívirðu, og hafi ein- hver kvæði mín þannig löguð áhrif á lesendur þeirra, þá verð ég að álíta að hugsun og skilningur lesandans sé ekki nægilega þrosk- aður. I»ú mátt ekki taka þetta sem dramb — það á ekkert skylt við það. Hitt get ég vel játað, að vel hefðu mörg kvæði mín mátt óprent- uð liggja. Það er ómögulegt að synda fyrir öll sker, vinur minn. Frelsi er okkur gefið: að fylgja sinni innstu þrá; að ganga sína eigin götu. Er það ekki aðalsmerki mannsins? ... Guð sé með þér og gefi þér styrk til að starfa í þjónustu mann- úðar og réttlætis. Þinn einl. vinur, Davíð frá Fagraskógi. y Reykjavík, 3. september 1924. [Haustið sem Kveðjur komu út.] Sæll og blessaður, gamli og góði vinur minn! Þó sumir haldi að ég sé gleyminn á gamla vini, þá er þó engan veginn svo. Ég gleymi þeim aldrei, sem ég einu sinni hef unnað, og af minningum er ég ríkur ... I vetur sem leið var ég í Noregi ... Norðmenn eru snjall- ir menn en íslendingum ekkert fremri. Heldur vil ég vera í Ítalíu en Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.