Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 51
SNURÐA Á LÍNUNNI
31
lokað á eftir þeim. Það leið
drykklöng stnnd áður en hús-
freyja tók að ókyrrast, stóð upp
og gekk fram á ganginn. Henni
brá í brún, þegar dyrnar að
svefnherberginu voru læstar.
— Hvað á þetta að þýða? kall-
aði hún byrst. Opnaðu undir
eins. Hreiðar, opnaðu eins og
skot.
Það heyrðist þrusk fyrir inn-
an og eftir nokkra stund var
lykli snúið og Hreiðar Hreiðars-
son stóð skömmustulegur og af-
sakandi inni á gólfinu. Marta
stóð fyrir framan myndina og
lagaði á sér hárið.
— Hvurn fjandann á svona
lagað að þýða? sagði húsfreyja
hneyksluð og ógnandi. — Ekki
nema það þó að læsa að sér. Fyrr
má nú vera heimsóknin.
Marta sneri sér að henni með
undrunar og sakleysissvip á and-
litinu.
— Sagðirðu læsa? Var hurðin
virkilega læst? Hvað gengur eig-
inlega að þessum manni? Hún
horfði með nístandi fyrirlitning-
arsvip á Hreiðar Hreiðarsson,
sem var sýnilega að brjóta heil-
ann um eitthvað sér til afsöktm-
ar. Hneykslunarsvipurinn jókst
enn þegar húsfreyja leit á mann
sinn.
— Blessaður, farðu fram á bað
og þvoðu af þér slubbið. Þú ert
ekkert frýnilegur um munninn,
allur rauður upp á nef.
Hreiðar Hreiðarsson brá
hendinni ásjálfrátt upp að vör-
unum, en áttaði sig brátt á
bragðinu og þóttist vera að klóra
sér í höfðinu. Samt þótti honum
vissara að fara og líta í spegil. Á
leiðinni fram á ganginn sá hann
Þórarinn Hofdal með órætt háðs-
glott í augum koma fram á víg-
völlinn, og sem snöggvast skaut
þeirri löngun upp í hug hans að
taka eitthvað upp úr vasa sínurn
og henda framan í þennan
óheillafugl. Honum var nú fylli-
lega ljóst, að þarna var maður-
inn sem hafði lagt hugmynda-
fræðilegan grundvöll að þessu bí-
ræfna fyrirtæki.
Þórarinn Hofdal kallaði til
konu sinnar. — Jæja, Marta mín,
það fer víst að verða mál að
hypja sig.
Hreiðar Hreiðarsson byrjaði
að afsaka sig. Þetta með læsing-
una, það var meiri bölvuð óað-
gæzlan. Það var ekki nema von
að slíkt gæti valdið misskilningi.
En þessar tilraunir hans til að
þvo sig hreinan fengu litlar und-
irtektir og Þórarinn hjálpaði
konu sinni sjálfur í kápuna.
Hreiðar bóndi þorði varla að
líta enn á konu sína, hann hafði
grun um að hann væri ekki bú-
inn að bíta úr nálinni með þetta
uppátæki sitt. Þau stóðu örlitla
stund á ganginum og andrúms-
loftið var tekið að mildast. Og
þegar frú Marta tók í hönd hús-