Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 95

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 95
EIX FORKOSTULEG HISTORÍA UM SAXXSÖGULEGA R RERSÓNUR 75 Miðbærinn var senn alhreinsað- ur. Hafði Leppalúði gengið vel að verki. Enda var hann engum stétt- arböndum háður og gat því unnið eftir atvikum og eigin þótta 8 eða 28 klst. á sólarhring, eins og t. d. opinber embættismaður á þrenn- um launum. Snjónum hafði hann mokað á sæ út, og fylltist brátt innri höfnin, svo að eigi sást í siglutoppa „Fossanna“. En neðan úr fannfergjunni heyrðist öðru- hvoru andstuttur stórhvelisblástur í „Hæringi“, er loftið spýttist út- um götin, sem „Súðin“ sálaða hafði pikkað í hann, er hann eitl sinn gerðist henni of nærgöngull. Alþingismenn höfðu setið veð- urtepptir á fundi i jsrjá sólar- hringa og hugðu nú á útrás af svölum Alþingishússins. En Jraðan var nú stutt til jarðar. En Leppa- lúði var í stjórnarandstöðu og því á öðru máli. Mokaði hann þeim jafnóðum inn aftur, svo að fund- arfært yrði til að samþykkja þings- ályktunartillögu þá, sem fram hafði komið og verið eina málið á dagskrá sameinaðs Alþingis þessa erfiðu daga. — En það var um „bann gegn stórhríðum úr meiru en tveimur áttum samtímis“, og lágu við fjársektir og mannorðs- missir etc. etc. rEók Leppalúði marga á skóflu sína í einu og varp- aði þeim inn aftur langt að. Skeytti bann hvorki um flokkaskiptingu né mannvirðingar. Konui margir allharkalega niður og rugluðust bæði í flokkum og áttum um hríð. Varð því að fresta atkvæðagreiðslu. — En borgarstjóra skutlaði hann inn í Hótel Borg og bað hann að gæta þar barna bæjarins. Þetta væru hálfgerðir óvitar, krakka- skammirnar! Þá er hreinn var miðbærinn, og menningunni borgið, beindi Leppalúði göngu sinni að Hótel Borg. En þar hafði bæjarstjórn séð honum fyrir síðdegishressingu, þareð of langt var að arka heim í Grýlubæ langt inn á Holtum. Mok- ar nú Leppalúði brátt frá bæjar- dyrum og gengur til stofu. Sezt hann í sal framarlega og biður sveinstaula einn glóhnepptan um síðdegishressingu sína. Þjónninn buktar sig og beygir af sönnum þrælsótta og freudskri minnimátt- arkennd: „Sjálfsagt, herra Leppalúði! Sjálfsagt! — Hvers óskið þér helzt? Úr mörgu er að velja: Nýkomið súrt skyr, þriggja vetra, úr Jökul- fjörðum vestur, sauðarslátur úr 6- vetra gömlum sauðum, loftleiðis úr Öræfum, framreitt í hálfum sáum og heilum etc. etc. „Ekki skömmtum vér skyrið í Grýlubæ né skerum keppina við nögl“, mælti Leppalúði. — „Sýndu mér ’ann heilann!" Þjónninn hringdi og gestikúler- aði, og inn kom að vörmu spori skyrsár grænmálaður, barmafullur og á fjórum hjólum, og var hreyf- ill í hverju hjóli. Stungu öræfa- keppirnir bústnum kollum sínum og svörtum uppúr Hvítahafi sás- ins eins og sovjezkir vöðuselir í Gandvík norður. Hemlaðu, sveinsstauli, heml- aðu!“ hrópaði Leppalúði róm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.