Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 70
50
F.IMREIfílN
ég sé hreinskilnari en þú átt að
venjast, að fólk sé. Þér hefir ugg-
laust verið sagt, að ég hafi brotið
sjötta boðorðið, en svo ólíklegt
sem það er, þá er það aðeins
þjóðsaga almannarómsins. Hon-
um fannst heildarmyndin af
Kristni Hákonarsyni í Háatúni
ekki fulldregin, ef þann dráttinn
vantaði í. Og Kristinn gamli
glotti við.
En það var ekki fyrir dyggðug-
heitin, sem ég braut það ekki,
blessaður. Mig langaði bara ein-
faldlega aldrei til þess nerna einu
sinni. Og þá hafði ég ekki upp-
burði og döngun til þess. Já, hví-
líkur blessaður einfeldningur,
sem ég þá var og skilningslaus.
Nei, fari það bölvað, að ég sé
að gera að gamni mínu. Þessa
hefi ég iðrast eins um ævina.
Sjáðu nú til.
Það mun hafa verið sumarið,
sem hún Lauga mín gekk með
hann Bjössa okkar, að hún Anna
réðst til okkar kaupakona. Ég
tók í fyrstu ekkert sérstakt eftir
henni, hafði enda margt á prjón-
unum þetta sumar og gróða-
hyggjan rýmdi flestum öðrum
hugsunum úr vegi. En þegar
kom undir júlílok, fann ég, að
eitthvað var að. Mér fannst ég
hvergi geta verið kyrr í verki
nema Anna litla væri einhvers
staðar nálægt, og legði ég aðeins
aftur augun, þá sá ég svip henn-
ar og fas svo greinilega fyrir mér,
eins og þessi geislandi lífvera
hefði verið prentuð óafmáanlega
í hug mér. Drottinn minn, hví-
lík fegurð og hvílíkt vaxtarlag.
Jæja, ég þumbaðist við Adant-
inn í mér og lét sem ekkert væri.
Agústkvöldin komu með mjúku
rökkri og angan úr engjaheyi, og
hlátrar Onnu litlu hljómuðu
lyrir eyrum mér á heimleiðinni
af engjunum eins og silfurbjöll-
ur. Hún var kát, hún Anna. En
ég var bundinn af umgengnis-
venjunum, sem við vorum að
tala um áðan, og heimskulegum
hugmyndum um syndina, svo að
ekkert gerðist — nema hugrenn-
ingar, sem enginn ræður við.
Hefir þú nokkurn tíma haft
kvenmann í blóðinu, eins og
sumir kalla það, karl minn? Nei,
hvernig spyr ég annars. Þú ert á
þeim aldrinum, þegar konan er
karlmanninum svo himnesk
vera, að náttúran sefur eins og
saklaust barn. En mundu orð
mín seinna: Það spaugar ekki
við að hafa kvenmann í blóðinu
og þora ekki að hlýða söng þess.
Jæja, einhvern veginn dragnað-
ist ágústmánuðurinn á braut og
síðan september fram til rétta.
Réttardaginn ætlaði Anna litla
að fara úr kaupavinnunni, og
kvöldið fyrir vorum við tvö eitt-
hvað að snúast í eldhúsinu, eftir
að aðrir voru setztir að. Þá var
það, sem ég réð mér ekki lengur.
Ég greip Onnu litlu í fangið og